Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 23:06 Ár bráðnunarvatns á vestanverðum Grænlandsjökli 1. ágúst. Vatnið flæðir út í sjó og hækkar yfirborð sjávar. AP/Caspar Haarløv Útlit er fyrir að meira en 300 milljarðar tonna íss bráðni á Grænlandsjökli á þessu ári. Óvenjuleg hlýindi hafa þegar valdið bráðnun á um 250 milljörðum tonna íss þegar meira en mánuður er eftir af bráðnunartímabilinu. Grænland hefur ekki farið varhluta af hitabylgjunni sem gekk yfir vestanverða Evrópu nýlega. Hitinn þar var nálægt frostmarki inn á jöklinum um tíma í síðustu viku. Þegar hlýindin voru í hámarki var hitinn tólf gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Talið er að þá hafi um 12 til 24 milljarðar tonna af ís bráðnað daglega, um 6-18 milljörðum tonnum meira en að meðaltali þá daga árin 1981 til 2010. Enn eru 35 til 40 dagar eftir af sumarbráðnun. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna áætlar að 90% af yfirborði ísþekjunnar hafi bráðnað á milli 30. júlí og 3. ágúst. Bráðnun í júlí hafi verið langt yfir meðaltali. Jökullinn hafi nú þegar tapað um 250 milljörðum tonna. Washington Post segir það á við 90 milljónir sundlauga í ólympískri stærð af vatni eða vatnsneyslu allra jarðarbúa í fjörutíu ár. Árið 2012 tapaði Grænlandsjökull um 300 milljörðum tonna af yfirboði sínu. Ístapið nú er nánast það sama þrátt fyrir minni bráðnun vegna lítillar snjókomu á jöklinum í vetur. Þann snjó tók snemma upp og hlýindin hafa gengið á eldri snjó og ís á stórum hluta jökulsins. Á sama tíma er útlit fyrir árið í ár verði á meðal þeirra fimm þar sem útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur mælst minnst frá því að gervihnattaathuganir hófust við lok 8. áratugsins. Útbreiðslan í lok júlí var í lægstu lægðum og útlit er fyrir að hún minnki enn í þessum mánuði. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Útlit er fyrir að meira en 300 milljarðar tonna íss bráðni á Grænlandsjökli á þessu ári. Óvenjuleg hlýindi hafa þegar valdið bráðnun á um 250 milljörðum tonna íss þegar meira en mánuður er eftir af bráðnunartímabilinu. Grænland hefur ekki farið varhluta af hitabylgjunni sem gekk yfir vestanverða Evrópu nýlega. Hitinn þar var nálægt frostmarki inn á jöklinum um tíma í síðustu viku. Þegar hlýindin voru í hámarki var hitinn tólf gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Talið er að þá hafi um 12 til 24 milljarðar tonna af ís bráðnað daglega, um 6-18 milljörðum tonnum meira en að meðaltali þá daga árin 1981 til 2010. Enn eru 35 til 40 dagar eftir af sumarbráðnun. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna áætlar að 90% af yfirborði ísþekjunnar hafi bráðnað á milli 30. júlí og 3. ágúst. Bráðnun í júlí hafi verið langt yfir meðaltali. Jökullinn hafi nú þegar tapað um 250 milljörðum tonna. Washington Post segir það á við 90 milljónir sundlauga í ólympískri stærð af vatni eða vatnsneyslu allra jarðarbúa í fjörutíu ár. Árið 2012 tapaði Grænlandsjökull um 300 milljörðum tonna af yfirboði sínu. Ístapið nú er nánast það sama þrátt fyrir minni bráðnun vegna lítillar snjókomu á jöklinum í vetur. Þann snjó tók snemma upp og hlýindin hafa gengið á eldri snjó og ís á stórum hluta jökulsins. Á sama tíma er útlit fyrir árið í ár verði á meðal þeirra fimm þar sem útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur mælst minnst frá því að gervihnattaathuganir hófust við lok 8. áratugsins. Útbreiðslan í lok júlí var í lægstu lægðum og útlit er fyrir að hún minnki enn í þessum mánuði.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira