Íslenskar tengingar í Eurovision-sigurvegara Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2019 07:30 "Þetta var mikil upplifun og erum eiginlega ekki komin niður á jörðina aftur ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Gunnar. Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri. Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri.
Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira