Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs. Hún segir lærdóm hafa verið dreginn af faraldrinum. Reglur hafa verið hertar á ferðamannastöðum sem bjóða upp á veitingar og snertingu við dýr auk þess sem krafa er gerð um handþvottaaðstöðu. Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal2 sagði í fréttum okkar á sunnudag að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að tvö börn höfðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. Þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir hlutverk eftirlitsins að gæta hagsmuna neytenda og það hafi verið leiðarljós þess allan tímann. „Mér þykir afar leitt ef móðirin hefur upplifað okkar viðbrögðá einhvern annan hátt,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Etir á að hyggja, í ljósi alvarleikans, hefði þá ekki átt að grípa strax inn í og loka staðnum? „Við teljum ekki að við hefðum haft forsendur til að loka staðnum áþeim tímapunkti sem hún nefnir,“ sagði Sigrún. Hún segir að alltaf sé hægt að vera vitur eftir á en þar sem Heilbrigðiseftirlitið lúti stjórnsýslulögum þurfi að gæta jafnræðis og meðalhófs. Þá segir Sigrún að lærdómur hafi verið dregin af E.coli faraldrinum. Í nýjum reglum sem birtar verða á næstu dögum er sú krafa gerð að staðir sem bjóða upp á matvælaframleiðslu og dýrahald á sama staðþurfi að hafa handþvottaaðstöðu, aðra en inni á salerni. Auk þess er gerð ríkari krafa um aðskilnaðá milli veitingaaðstöðu og aðstöðu þar sem boðið er upp á að klappa dýrum. „Það er búið að herða reglur, það er búið að setja strangari skilyrði fyrir þetta fyrirtæki og önnur sambærileg og það er hreinlega búið að gefa út nýjar leiðbeiningar það er það sem við höfum lært af þessu atviki,“ sagði Sigrún. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. 4. ágúst 2019 18:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs. Hún segir lærdóm hafa verið dreginn af faraldrinum. Reglur hafa verið hertar á ferðamannastöðum sem bjóða upp á veitingar og snertingu við dýr auk þess sem krafa er gerð um handþvottaaðstöðu. Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal2 sagði í fréttum okkar á sunnudag að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að tvö börn höfðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. Þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir hlutverk eftirlitsins að gæta hagsmuna neytenda og það hafi verið leiðarljós þess allan tímann. „Mér þykir afar leitt ef móðirin hefur upplifað okkar viðbrögðá einhvern annan hátt,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Etir á að hyggja, í ljósi alvarleikans, hefði þá ekki átt að grípa strax inn í og loka staðnum? „Við teljum ekki að við hefðum haft forsendur til að loka staðnum áþeim tímapunkti sem hún nefnir,“ sagði Sigrún. Hún segir að alltaf sé hægt að vera vitur eftir á en þar sem Heilbrigðiseftirlitið lúti stjórnsýslulögum þurfi að gæta jafnræðis og meðalhófs. Þá segir Sigrún að lærdómur hafi verið dregin af E.coli faraldrinum. Í nýjum reglum sem birtar verða á næstu dögum er sú krafa gerð að staðir sem bjóða upp á matvælaframleiðslu og dýrahald á sama staðþurfi að hafa handþvottaaðstöðu, aðra en inni á salerni. Auk þess er gerð ríkari krafa um aðskilnaðá milli veitingaaðstöðu og aðstöðu þar sem boðið er upp á að klappa dýrum. „Það er búið að herða reglur, það er búið að setja strangari skilyrði fyrir þetta fyrirtæki og önnur sambærileg og það er hreinlega búið að gefa út nýjar leiðbeiningar það er það sem við höfum lært af þessu atviki,“ sagði Sigrún.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. 4. ágúst 2019 18:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. 4. ágúst 2019 18:48