Brexit er Íslandi þungt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. ágúst 2019 06:45 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur til máls í breska þinginu. Fréttablaðið/AFP Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira