Fá milljónagreiðslur fyrir hátíð sem fór í vaskinn Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2019 11:53 Söngkonan Miley Cyrus átti að koma fram á Woodstock 50. Vísir/Getty Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína. Bandaríkin Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína.
Bandaríkin Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira