Stoðþjónustu vantar fyrir skóla í strjálbýlli byggð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. ágúst 2019 13:24 Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfi að auka samvinnu sveitarfélaga almennt svo hægt sé að sinna þessari þjónustu. Þá þurfi að auka lesefni sem höfði til drengja. Hlutfallslega fleiri ungmenni hverfa frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skýrslu norrænu fræðastofnunarinnar sem sagt var frá í fréttum í gær. Þá eru hlutfallslega fleiri ungmenni hvorki í vinnu eða námi í dreifbýli en þéttbýlinu. Loks eru strákar og ungmenni að erlendum uppruna líklegri til að tilheyra báðum þessum hópum en aðrir. Fram kom að ríflega þriðjungur ungmenna hverfur frá námi á landsbyggðinni sem er mun hærra hlutfall en í höfuðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun sagði enn fremur að þetta samræmdist þeim rannsóknum sem stofnunin hefði áður séð. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að mögulega megi rekja ástæður fyrir þessum mun til þess að hluti menntastofnana á landsbyggðinni hafi ekki aðkomu að stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum. „Fyrir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 voru reknar skólaskrifstofur á vegum ríkisins í öllum landshlutum. Eftir yfirfærsluna er ákveðið tómarúm í kerfinu og spurning hvernig hægt að fylla það. aukin samvinna sveitarfélaga í skólamálum er klárlega eitthvað sem vert væri að skoða í þessu samhengi,“ segir Guðjón Bragason. Þá skorti einnig upp á stoðþjónustu í framhaldsskólum. „Heilt yfir er stoðþjónusta í framhaldsskólum er heilt yfir ekki nægilega öflug og við höfum lengi bent á það að það eru í raun gerðar meiri kröfur til sveitarfélaga heldur til framhaldsskólanna sem ríkið ber náttúrulega ábyrgð á það gildir ekki bara á landsbyggðinni.“ Hann segir einnig að verið sé að vinna að lausnum fyrir drengi í skólakerfinu eins og að auka lesefni sem þeir hafi áhuga á. „Kannski [er] lögð meiri áhersla á að strákum gangi vel í íþróttum en skóla og þá beinist kastljósið líka að foreldrum.“ Síðastliðinn vetur var gerð úttekt á menntastefnunni og er nú verið að ákveða næstu skref í menntamálaráðuneytinu en Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasambandið koma einnig að því. Guðjón býst við að niðurstöður úr þeirri vinnu sé að vænta í vetur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfi að auka samvinnu sveitarfélaga almennt svo hægt sé að sinna þessari þjónustu. Þá þurfi að auka lesefni sem höfði til drengja. Hlutfallslega fleiri ungmenni hverfa frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skýrslu norrænu fræðastofnunarinnar sem sagt var frá í fréttum í gær. Þá eru hlutfallslega fleiri ungmenni hvorki í vinnu eða námi í dreifbýli en þéttbýlinu. Loks eru strákar og ungmenni að erlendum uppruna líklegri til að tilheyra báðum þessum hópum en aðrir. Fram kom að ríflega þriðjungur ungmenna hverfur frá námi á landsbyggðinni sem er mun hærra hlutfall en í höfuðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun sagði enn fremur að þetta samræmdist þeim rannsóknum sem stofnunin hefði áður séð. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að mögulega megi rekja ástæður fyrir þessum mun til þess að hluti menntastofnana á landsbyggðinni hafi ekki aðkomu að stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum. „Fyrir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 voru reknar skólaskrifstofur á vegum ríkisins í öllum landshlutum. Eftir yfirfærsluna er ákveðið tómarúm í kerfinu og spurning hvernig hægt að fylla það. aukin samvinna sveitarfélaga í skólamálum er klárlega eitthvað sem vert væri að skoða í þessu samhengi,“ segir Guðjón Bragason. Þá skorti einnig upp á stoðþjónustu í framhaldsskólum. „Heilt yfir er stoðþjónusta í framhaldsskólum er heilt yfir ekki nægilega öflug og við höfum lengi bent á það að það eru í raun gerðar meiri kröfur til sveitarfélaga heldur til framhaldsskólanna sem ríkið ber náttúrulega ábyrgð á það gildir ekki bara á landsbyggðinni.“ Hann segir einnig að verið sé að vinna að lausnum fyrir drengi í skólakerfinu eins og að auka lesefni sem þeir hafi áhuga á. „Kannski [er] lögð meiri áhersla á að strákum gangi vel í íþróttum en skóla og þá beinist kastljósið líka að foreldrum.“ Síðastliðinn vetur var gerð úttekt á menntastefnunni og er nú verið að ákveða næstu skref í menntamálaráðuneytinu en Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasambandið koma einnig að því. Guðjón býst við að niðurstöður úr þeirri vinnu sé að vænta í vetur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00