Vilja draga úr dauðaslysum Ari Brynjólfsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sérnámslæknir í æðaskurðlækningum í Noregi, og Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, eru meðal höfunda rannsóknarinnar. Mynd/Kristinn Ingvarsson Áverkar á stórum æðum líkamans eru ein helsta dánarorsök í umferðarslysum en slík slys eru jafnframt algengasta orsök ótímabærs dauða hjá ungu fólki á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar íslenskra vísindamanna sem birtist í tímaritinu Scandinavian Journal of Surgery. Í ljós kemur að stóræðaáverkar eru ekki mjög algengir hér á landi þótt dauðaslys í umferðinni séu algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Engu að síður eru þetta alvarlegir áverkar þar sem helmingur sjúklinga lætur lífið á vettvangi og 13 prósent til viðbótar á leið á sjúkrahús. Af þeim sem ná lifandi inn á sjúkrahús nær 71 prósent að útskrifast. Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sérnámslæknir í æðaskurðlækningum á Haukeland sjúkrahúsinu í Bergen í Noregi, er fyrsti höfundur greinarinnar en rannsókninni stýrði Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Það eru ekki margir sem hafa gert nákvæmlega svona rannsókn á æðaáverkum í kjölfar umferðarslysa, enda litum við á alla sjúklinga með þessa áverka, þá sem létust á vettvangi, voru á leið á sjúkrahús en líka þá sem voru lagðir inn. Þetta var hægt með því að skoða bæði sjúkra- og krufningarskýrslur. Þetta er algengasti áverkinn ásamt höfuðáverkum sem dregur fólk til dauða í umferðarslysum,“ segir Bergrós. Í rannsókninni voru 62 einstaklingar sem lentu í umferðarslysi og hlutu áverka á stórar slag- eða bláæðar, á tólf ára tímabili, á árunum 2000 til 2011. Oftast var um að ræða karlmenn og var meðalaldur 44 ár. Flestir hlutu æðaáverkana eftir framanákeyrslu en alvarlegustu áverkarnir voru á brjósthluta og kviðarholshluta ósæðar. Reyndust allir sjúklingarnir nema einn vera með lífshættulega áverka. Átján sjúklingar þurftu á bráðaaðgerð að halda, oftast opinni aðgerð á brjóst- eða kviðarholi þar sem blæðing var stöðvuð og gert við æðarnar.Hér má sjá röntgenmynd af dæmigerðu rofi á ósæð eftir alvarlegt bílslys.Mynd/Tómas GuðbjartssonAð meðaltali var legutími á sjúkrahúsi 34 dagar en af þeim 15 sjúklingum sem náðu að útskrifast af sjúkrahúsi voru 13 á lífi fimm árum síðar. „Þetta eru mjög góðar lífslíkur, sérstaklega út frá því um hversu alvarlega áverka er að ræða,“ segir Bergrós. „Banvænustu áverkarnir eru þeir á ósæðinni. Stundum getur æðin hreinlega rifnað. Einnig getur komið rof á ósæð við mikið högg á kviðinn. Þá getur blætt mjög mikið og hratt, og ef einstaklingurinn fær ekki meðhöndlun strax þá er dánartíðnin mjög há.“ Tómas tekur undir það. „Fyrir sjúklingana sem lifa sjálfan áverkann af skiptir öllu að koma þeim sem fyrst á sjúkrahús og geta mínútur skipt máli. Oft er sjúklingunum gefið blóð og í alvarlegustu tilfellunum er gripið til bráðaskurðaðgerða þar sem blæðingin er stöðvuð,“ segir Tómas. Athygli vekur að karlmenn slasast nærri fjórum sinnum oftar en konur í umferðarslysum. Rannsóknin tekur þó ekki til hvers vegna svo sé. Bergrós segir að hún hafi reynt að kanna áhrif áfengis og lyfjanotkunar en ekki hafi verið hægt að draga neinar ályktanir þar sem skráningum um slíkt er ábótavant. Samkvæmt Samgöngustofu slösuðust 16.204 einstaklingar í umferðinni yfir rannsóknartímabilið, þar af 12 prósent alvarlega og 2 prósent létust innan 30 daga. Til dæmis létust 18 einstaklingar í umferðinni í fyrra; níu Íslendingar, sex erlendir ferðamenn og þrír erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er Ísland með næsthæstu banaslysatíðni í umferðarslysum á Norðurlöndum á eftir Finnlandi en Svíar eru með næstum helmingi lægri tíðni en Finnar og Íslendingar. „Það er mun auðveldara að gera svona rannsókn hér á landi en erlendis. Á Íslandi eru allir sem láta lífið í slysum krufðir, það er ekki endilega gert erlendis. Þannig fáum við yfirsýn yfir dánarorsök allra sem lenda í slysum og getum þannig reynt að koma í veg fyrir banaslys í umferðinni,“ segir Bergrós. Tómas segir Ísland standa ágætlega í erlendum samanburði þegar tekið er tillit til alvarleika áverkanna. „Með nýjungum í meðferð eins og æðafóðringum, meðferð sem er veitt hér á landi, má vonandi ná enn betri árangri í framtíðinni. Mikilvægast er þó að fyrirbyggja þessi slys en til þess að geta það verðum við að vita hvaða áverkar það eru sem eru hættulegastir. Það er eitt af því sem þessi rannsókn skilur eftir sig,“ segir Tómas. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umferðaröryggi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Áverkar á stórum æðum líkamans eru ein helsta dánarorsök í umferðarslysum en slík slys eru jafnframt algengasta orsök ótímabærs dauða hjá ungu fólki á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar íslenskra vísindamanna sem birtist í tímaritinu Scandinavian Journal of Surgery. Í ljós kemur að stóræðaáverkar eru ekki mjög algengir hér á landi þótt dauðaslys í umferðinni séu algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Engu að síður eru þetta alvarlegir áverkar þar sem helmingur sjúklinga lætur lífið á vettvangi og 13 prósent til viðbótar á leið á sjúkrahús. Af þeim sem ná lifandi inn á sjúkrahús nær 71 prósent að útskrifast. Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sérnámslæknir í æðaskurðlækningum á Haukeland sjúkrahúsinu í Bergen í Noregi, er fyrsti höfundur greinarinnar en rannsókninni stýrði Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Það eru ekki margir sem hafa gert nákvæmlega svona rannsókn á æðaáverkum í kjölfar umferðarslysa, enda litum við á alla sjúklinga með þessa áverka, þá sem létust á vettvangi, voru á leið á sjúkrahús en líka þá sem voru lagðir inn. Þetta var hægt með því að skoða bæði sjúkra- og krufningarskýrslur. Þetta er algengasti áverkinn ásamt höfuðáverkum sem dregur fólk til dauða í umferðarslysum,“ segir Bergrós. Í rannsókninni voru 62 einstaklingar sem lentu í umferðarslysi og hlutu áverka á stórar slag- eða bláæðar, á tólf ára tímabili, á árunum 2000 til 2011. Oftast var um að ræða karlmenn og var meðalaldur 44 ár. Flestir hlutu æðaáverkana eftir framanákeyrslu en alvarlegustu áverkarnir voru á brjósthluta og kviðarholshluta ósæðar. Reyndust allir sjúklingarnir nema einn vera með lífshættulega áverka. Átján sjúklingar þurftu á bráðaaðgerð að halda, oftast opinni aðgerð á brjóst- eða kviðarholi þar sem blæðing var stöðvuð og gert við æðarnar.Hér má sjá röntgenmynd af dæmigerðu rofi á ósæð eftir alvarlegt bílslys.Mynd/Tómas GuðbjartssonAð meðaltali var legutími á sjúkrahúsi 34 dagar en af þeim 15 sjúklingum sem náðu að útskrifast af sjúkrahúsi voru 13 á lífi fimm árum síðar. „Þetta eru mjög góðar lífslíkur, sérstaklega út frá því um hversu alvarlega áverka er að ræða,“ segir Bergrós. „Banvænustu áverkarnir eru þeir á ósæðinni. Stundum getur æðin hreinlega rifnað. Einnig getur komið rof á ósæð við mikið högg á kviðinn. Þá getur blætt mjög mikið og hratt, og ef einstaklingurinn fær ekki meðhöndlun strax þá er dánartíðnin mjög há.“ Tómas tekur undir það. „Fyrir sjúklingana sem lifa sjálfan áverkann af skiptir öllu að koma þeim sem fyrst á sjúkrahús og geta mínútur skipt máli. Oft er sjúklingunum gefið blóð og í alvarlegustu tilfellunum er gripið til bráðaskurðaðgerða þar sem blæðingin er stöðvuð,“ segir Tómas. Athygli vekur að karlmenn slasast nærri fjórum sinnum oftar en konur í umferðarslysum. Rannsóknin tekur þó ekki til hvers vegna svo sé. Bergrós segir að hún hafi reynt að kanna áhrif áfengis og lyfjanotkunar en ekki hafi verið hægt að draga neinar ályktanir þar sem skráningum um slíkt er ábótavant. Samkvæmt Samgöngustofu slösuðust 16.204 einstaklingar í umferðinni yfir rannsóknartímabilið, þar af 12 prósent alvarlega og 2 prósent létust innan 30 daga. Til dæmis létust 18 einstaklingar í umferðinni í fyrra; níu Íslendingar, sex erlendir ferðamenn og þrír erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er Ísland með næsthæstu banaslysatíðni í umferðarslysum á Norðurlöndum á eftir Finnlandi en Svíar eru með næstum helmingi lægri tíðni en Finnar og Íslendingar. „Það er mun auðveldara að gera svona rannsókn hér á landi en erlendis. Á Íslandi eru allir sem láta lífið í slysum krufðir, það er ekki endilega gert erlendis. Þannig fáum við yfirsýn yfir dánarorsök allra sem lenda í slysum og getum þannig reynt að koma í veg fyrir banaslys í umferðinni,“ segir Bergrós. Tómas segir Ísland standa ágætlega í erlendum samanburði þegar tekið er tillit til alvarleika áverkanna. „Með nýjungum í meðferð eins og æðafóðringum, meðferð sem er veitt hér á landi, má vonandi ná enn betri árangri í framtíðinni. Mikilvægast er þó að fyrirbyggja þessi slys en til þess að geta það verðum við að vita hvaða áverkar það eru sem eru hættulegastir. Það er eitt af því sem þessi rannsókn skilur eftir sig,“ segir Tómas.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umferðaröryggi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent