Billie Jean King vill að bandarísku landsliðskonurnar kljúfi sig út úr knattspyrnusambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 14:30 Billie Jean King er skemmtileg týpa. Getty/ Kevork Djansezian Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama. Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama.
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira