Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 06:16 Hálendi Íslands er að margra mati afar fallegt. Á stórum svæðum er þó afar lítið um gróður. Fréttablaðið/Vilhelm Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða. Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða.
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira