Persónuvernd gæti lagt stjórnvaldssekt á FB vegna gagnalekans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2019 18:30 Ekki er útilokað að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt eftir að viðkvæm, persónugreinanleg gögn um nemendur komust í hendur óviðkomandi. Forstjóri Persónuverndar segir að vega og meta þurfi hvert mál fyrir sig. Fyrir helgi fengu þónokkrir nemendur sem eru að hefja nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og forráðamenn þeirra tölvupóst frá umsjónarkennara, með viðhengi sem átti að innihalda töflutíma en viðhengið sem fór með tölvupóstinum innihélt upplýsingar um aðra nemendur sem hófu nám við skólann í fyrra. Í þeim var að finna meðal annars upplýsingar mætingu þeirra, líðan og hvort þeir þyrftu aðstoð við nám.Mannleg mistök Elvar Jónsson, starfandi skólameistari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að mistökin hafi uppgötvast um leið og að strax hefði verið brugðist við með því að tilkynna málið til Persónuverndar og jafnframt var haft samband við alla hlutaðeigandi og þeir upplýstir um stöðu mála. Hann sagði að um mannleg mistök væri að ræða en skólinn ynni að því að innleiða í kerfi sitt ný persónuverndarlög og allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Forstjóri Persónuverndar segir málið komið á borð embættisins. Hún segir það alltaf alvarlegt þegar persónuupplýsingar berast óviðkomandi en að embættið þurfi að greina hvert mál fyrir sig og það sé eins með þetta mál. „Þannig að á þessum tímapunkti er ég ekki tilbúin að tjá mig neitt frekar um það. Það þarf að skoða það frekar og ég hef ekki nægilegar upplýsingar til þess að tjá mig um það,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í samtali við fréttastofu í dag segir málið súna hvað viðkvæm gögn liggi víða.Vísir/Stöð 2Persónuvernd hefur heimild til þess að leggja á stjórnvaldssekt eða beita öðrum viðurlögum Helga segir þetta mál sýna fram á það hvað persónuupplýsingar liggja víða og geti reynst afdrifaríkt ef að þær komist í hendur óviðkomandi. Með nýjum persónuverndarlögum sem tóku gildi á síðasta ári voru reglu gerðar skýrari. Frumkvæðisrannsóknum hefur fjölgað til muna og að nú hafi embættið heimild til þess að leggja á stjórnvaldssektir.Gæti þetta mál flokkast undir það og farið svo að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt vegna gagnalekans? „Í hverju máli núna, síðan að ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí 2018 að þá ber okkur skylda til þess að vega og meta hvert einasta mál og sjá hvort það sé ástæða til þess að beita sektarheimild eða öðrum þeim viðurlögum sem Persónuvernd hefur,“ segir Helga. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ekki er útilokað að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt eftir að viðkvæm, persónugreinanleg gögn um nemendur komust í hendur óviðkomandi. Forstjóri Persónuverndar segir að vega og meta þurfi hvert mál fyrir sig. Fyrir helgi fengu þónokkrir nemendur sem eru að hefja nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og forráðamenn þeirra tölvupóst frá umsjónarkennara, með viðhengi sem átti að innihalda töflutíma en viðhengið sem fór með tölvupóstinum innihélt upplýsingar um aðra nemendur sem hófu nám við skólann í fyrra. Í þeim var að finna meðal annars upplýsingar mætingu þeirra, líðan og hvort þeir þyrftu aðstoð við nám.Mannleg mistök Elvar Jónsson, starfandi skólameistari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að mistökin hafi uppgötvast um leið og að strax hefði verið brugðist við með því að tilkynna málið til Persónuverndar og jafnframt var haft samband við alla hlutaðeigandi og þeir upplýstir um stöðu mála. Hann sagði að um mannleg mistök væri að ræða en skólinn ynni að því að innleiða í kerfi sitt ný persónuverndarlög og allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Forstjóri Persónuverndar segir málið komið á borð embættisins. Hún segir það alltaf alvarlegt þegar persónuupplýsingar berast óviðkomandi en að embættið þurfi að greina hvert mál fyrir sig og það sé eins með þetta mál. „Þannig að á þessum tímapunkti er ég ekki tilbúin að tjá mig neitt frekar um það. Það þarf að skoða það frekar og ég hef ekki nægilegar upplýsingar til þess að tjá mig um það,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í samtali við fréttastofu í dag segir málið súna hvað viðkvæm gögn liggi víða.Vísir/Stöð 2Persónuvernd hefur heimild til þess að leggja á stjórnvaldssekt eða beita öðrum viðurlögum Helga segir þetta mál sýna fram á það hvað persónuupplýsingar liggja víða og geti reynst afdrifaríkt ef að þær komist í hendur óviðkomandi. Með nýjum persónuverndarlögum sem tóku gildi á síðasta ári voru reglu gerðar skýrari. Frumkvæðisrannsóknum hefur fjölgað til muna og að nú hafi embættið heimild til þess að leggja á stjórnvaldssektir.Gæti þetta mál flokkast undir það og farið svo að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt vegna gagnalekans? „Í hverju máli núna, síðan að ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí 2018 að þá ber okkur skylda til þess að vega og meta hvert einasta mál og sjá hvort það sé ástæða til þess að beita sektarheimild eða öðrum þeim viðurlögum sem Persónuvernd hefur,“ segir Helga.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15
Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00