Elfar á í hættu að missa af bikarsumrinu 2020 Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 11:30 Elfar Freyr Helgason í leik með Blikum vísir/bára Elfar Freyr Helgason gæti misst af allri bikarkeppninni á næsta ári fari svo að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmi hann í nokkurra leikja bann fyrir hegðun sína í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Elfar Freyr tæklaði Víkinginn Ágúst Eðvald Hlynsson á 82. mínútu leiks Breiðabliks og Víkings í gærkvöld og fékk fyrir það rautt spjald. Elfar var ekki sáttur, tók rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni dómara og henti því í grasið áður en hann gekk af velli. Beint rautt spjald þýðir að Elfar Freyr fer í bann í næsta leik.Allar brottvísanir og atvik sem þessi sem gerast í kringum þær fara inn á borð aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin kemur saman á þriðjudögum og mun þetta mál verða tekið fyrir næsta þriðjudag. Fordæmi eru fyrir því að dæma menn í lengra bann fyrir athæfi sem þetta. Kassim Doumbia, þáverandi leikmaður FH, fékk tveggja leikja bann fyrir samskonar hegðun í leik Breiðabliks og FH í Pepsideildinni fyrir fimm árum síðan. Aga- og úrskurðarnefnd hefur svigrúm til þess að dæma Elfar í allt að sex leikja bann. Samkvæmt reglum KSÍ gilda spjöld og refsingar vegna þeirra bara í viðeigandi keppni. Því mun leikbann Elfars, hversu langt sem það verður, aðeins gilda í bikarkeppninni. Pepsi Max deildar lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn spila 5 bikarleiki á sumri, miðað við að fyrirkomulag síðustu ára þar sem þau koma inn í 32-liða úrslitum haldist, svo ef aga- og úrskurðarnefnd dæmir tvo eða þrjá auka leiki ofan á hefðbundna eins leiks bannið fyrir rauða spjaldið þá gæti farið svo að Elfar fái ekki að spila bikarleik sumarið 2020. Þar sem Blikar töpuðu undanúrslitaleiknum í gær er þátttöku þeirra í bikarkeppninni á þessu ári lokið. Refsingin færist því yfir á næsta ár og mun Elfar byrja næsta bikartímabil í banni. Elfar er hins vegar ekki löglegur í næsta leik Breiðabliks í Pepsi Max deildinni heldur, hann var á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefndar dæmdur í eins leiks bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Hann gæti komið aftur inn í liðið þegar Blikar sækja FH heim þann 25. ágúst. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld. 15. ágúst 2019 22:02 Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni. 16. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Elfar Freyr Helgason gæti misst af allri bikarkeppninni á næsta ári fari svo að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmi hann í nokkurra leikja bann fyrir hegðun sína í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Elfar Freyr tæklaði Víkinginn Ágúst Eðvald Hlynsson á 82. mínútu leiks Breiðabliks og Víkings í gærkvöld og fékk fyrir það rautt spjald. Elfar var ekki sáttur, tók rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni dómara og henti því í grasið áður en hann gekk af velli. Beint rautt spjald þýðir að Elfar Freyr fer í bann í næsta leik.Allar brottvísanir og atvik sem þessi sem gerast í kringum þær fara inn á borð aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin kemur saman á þriðjudögum og mun þetta mál verða tekið fyrir næsta þriðjudag. Fordæmi eru fyrir því að dæma menn í lengra bann fyrir athæfi sem þetta. Kassim Doumbia, þáverandi leikmaður FH, fékk tveggja leikja bann fyrir samskonar hegðun í leik Breiðabliks og FH í Pepsideildinni fyrir fimm árum síðan. Aga- og úrskurðarnefnd hefur svigrúm til þess að dæma Elfar í allt að sex leikja bann. Samkvæmt reglum KSÍ gilda spjöld og refsingar vegna þeirra bara í viðeigandi keppni. Því mun leikbann Elfars, hversu langt sem það verður, aðeins gilda í bikarkeppninni. Pepsi Max deildar lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn spila 5 bikarleiki á sumri, miðað við að fyrirkomulag síðustu ára þar sem þau koma inn í 32-liða úrslitum haldist, svo ef aga- og úrskurðarnefnd dæmir tvo eða þrjá auka leiki ofan á hefðbundna eins leiks bannið fyrir rauða spjaldið þá gæti farið svo að Elfar fái ekki að spila bikarleik sumarið 2020. Þar sem Blikar töpuðu undanúrslitaleiknum í gær er þátttöku þeirra í bikarkeppninni á þessu ári lokið. Refsingin færist því yfir á næsta ár og mun Elfar byrja næsta bikartímabil í banni. Elfar er hins vegar ekki löglegur í næsta leik Breiðabliks í Pepsi Max deildinni heldur, hann var á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefndar dæmdur í eins leiks bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Hann gæti komið aftur inn í liðið þegar Blikar sækja FH heim þann 25. ágúst.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld. 15. ágúst 2019 22:02 Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni. 16. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld. 15. ágúst 2019 22:02
Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni. 16. ágúst 2019 07:00