Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 18:48 Frá leitinni við Þingvallavatn á laugardag. Mynd/Landsbjörg Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
„Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01
Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33
Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15