Norwegian Air leggur niður flugleiðir yfir Atlantshafið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Ein af vélum Norwegian á leið til lendingar. Getty/Simon Dawson Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Áætlunarflugið verður lagt niður í september en hins vegar verða engar breytingar á þeim 46 flugleiðum sem Dreamliner-vélar félagsins hafa flogið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Norwegian birti í gær. „Frá því í mars höfum við leitast við að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega með því að leigja vélar til að fljúga milli Írlands og Norður-Ameríku. Hins vegar, vegna óvissunnar um hvenær MAX-vélarnar geta flogið á ný, er þessi lausn ósjálfbær,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem flugfélagið er að færa sig úr vexti yfir í arðbærni höfum við gert ýtarlegt mat á flugleiðunum yfir Atlantshafið og komist að þeirri niðurstöðu að þær standi ekki undir sér.“ Þegar MAX-vélarnar voru kyrrsettar voru 18 farþegaþotur af slíkri gerð í flota Norwegian og hlutfallið af heildarflotanum um 10 prósent. Icelandair bætti fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Íslenska flugfélagið var með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár afhentar til viðbótar í sumar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. 13. júní 2019 13:26 Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16 Málmbrotum rigndi yfir Róm Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. 12. ágúst 2019 14:21 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Áætlunarflugið verður lagt niður í september en hins vegar verða engar breytingar á þeim 46 flugleiðum sem Dreamliner-vélar félagsins hafa flogið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Norwegian birti í gær. „Frá því í mars höfum við leitast við að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega með því að leigja vélar til að fljúga milli Írlands og Norður-Ameríku. Hins vegar, vegna óvissunnar um hvenær MAX-vélarnar geta flogið á ný, er þessi lausn ósjálfbær,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem flugfélagið er að færa sig úr vexti yfir í arðbærni höfum við gert ýtarlegt mat á flugleiðunum yfir Atlantshafið og komist að þeirri niðurstöðu að þær standi ekki undir sér.“ Þegar MAX-vélarnar voru kyrrsettar voru 18 farþegaþotur af slíkri gerð í flota Norwegian og hlutfallið af heildarflotanum um 10 prósent. Icelandair bætti fimm leiguvélum við flota sinn í sumar til að lágmarka áhrif kyrrsetningarinnar á farþega. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. Íslenska flugfélagið var með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár afhentar til viðbótar í sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. 13. júní 2019 13:26 Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16 Málmbrotum rigndi yfir Róm Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. 12. ágúst 2019 14:21 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. 13. júní 2019 13:26
Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16
Málmbrotum rigndi yfir Róm Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. 12. ágúst 2019 14:21