Vill bætur vegna gæsluvarðhalds sem var lengra en refsing Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Maðurinn var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar vegna aðkomu að peningaþvætti. Vísir/Valli Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira