Mikið verk óunnið í uppgræðslu lands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. ágúst 2019 18:45 Landfok sem fór yfir Árnessýslu í gær. Vísir/Stöð 2 Landgræðslustjóri segir að enn sé mikið verk óunnið í uppgræðslu landsins. Landfok af hálendinu í gær hafði mikil áhrif á Suðurlandi og dró úr loftgæðum. Á tímabili fengu menn í augun við það eitt að horfa til fjalla. Hvöss norðanáttin sem var yfir landinu um helgina gerði það að verkum að brúnan þykkan mökk lagði út á haf um sunnanvert landið eins og sjá má á veðurtunglamyndum MODIS sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook í gær. Landfokið var hvað mest sunnan Mýrdalssands og virðast upptökin vera inn til landsins, í grennd við Rjúpnafell.Á myndum sem Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður fréttastofunnar náði í Árnessýslu í gær má sjá hvernig brúnleitur misstur lá yfir umhverfinu eins og þykk þoka.Landfokið lagðist yfir eins og þykk þoka.Vísir/Stöð 2„Mest er þetta eflaust fín steinefni sem eru að fjúka frá jökuljöðrunum. Mikið af þessum mekki sem lá yfir Suðurlandi er eflaust með uppruna í kringum Hagavatnið sunnan við Langjökul. Þegar að svona aðstæður eru, mikið rok og þurrt að þá fara þessi efni af stað og síðan er takmarkað af gróðri þarna uppi á hálendinu sem að getur í rauninni tekið við og stoppað þetta fok af,“ segir Árni. Árni segir landfokið í gær líklega ekki eiga uppruna sinn í rofnu mólendi en að þó sé eitthvað moldarefni þar á ferðinni. Hann segir landfok sem þetta hafa mikil áhrif á loftgæði. „Alveg klárlega og það er nú kannski heilbrigðiseftirlitið sem geta meira sagt til um það en ég. En þegar magnið er eins mikið og það var í gær að þá er varla hægt að líta til fjalla án þess að fá hreinlega í augun,“ segir Árni og bætir við að það eina sem stöðvi landfok sem þetta sé gróður og að ekki sé mikið um hann á hálendinu. „Það er heilmikið verk að vinna enn þá í uppgræðslu lands,“ segir Árni. Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Landgræðslustjóri segir að enn sé mikið verk óunnið í uppgræðslu landsins. Landfok af hálendinu í gær hafði mikil áhrif á Suðurlandi og dró úr loftgæðum. Á tímabili fengu menn í augun við það eitt að horfa til fjalla. Hvöss norðanáttin sem var yfir landinu um helgina gerði það að verkum að brúnan þykkan mökk lagði út á haf um sunnanvert landið eins og sjá má á veðurtunglamyndum MODIS sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook í gær. Landfokið var hvað mest sunnan Mýrdalssands og virðast upptökin vera inn til landsins, í grennd við Rjúpnafell.Á myndum sem Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður fréttastofunnar náði í Árnessýslu í gær má sjá hvernig brúnleitur misstur lá yfir umhverfinu eins og þykk þoka.Landfokið lagðist yfir eins og þykk þoka.Vísir/Stöð 2„Mest er þetta eflaust fín steinefni sem eru að fjúka frá jökuljöðrunum. Mikið af þessum mekki sem lá yfir Suðurlandi er eflaust með uppruna í kringum Hagavatnið sunnan við Langjökul. Þegar að svona aðstæður eru, mikið rok og þurrt að þá fara þessi efni af stað og síðan er takmarkað af gróðri þarna uppi á hálendinu sem að getur í rauninni tekið við og stoppað þetta fok af,“ segir Árni. Árni segir landfokið í gær líklega ekki eiga uppruna sinn í rofnu mólendi en að þó sé eitthvað moldarefni þar á ferðinni. Hann segir landfok sem þetta hafa mikil áhrif á loftgæði. „Alveg klárlega og það er nú kannski heilbrigðiseftirlitið sem geta meira sagt til um það en ég. En þegar magnið er eins mikið og það var í gær að þá er varla hægt að líta til fjalla án þess að fá hreinlega í augun,“ segir Árni og bætir við að það eina sem stöðvi landfok sem þetta sé gróður og að ekki sé mikið um hann á hálendinu. „Það er heilmikið verk að vinna enn þá í uppgræðslu lands,“ segir Árni.
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira