Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 13:17 Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár. Anton Brink/Vignir Daði Valtýsson Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár. Hópurinn samanstendur af reynsluboltum sem áður hafa komið að Skaupinu og nýliðum sem hafa að undanförnu getið sér gott orð. Tökur á Skaupinu hefjast um miðjan nóvember. Vala Kristín Eiríksdóttir sem er fædd 1991 og Jakob Birgisson, sem er fæddur 1998 munu þannig ljá Skaupinu ferskan blæ í ár og eflaust höfða til unga fólksins í landinu. Vala Kristín er hluti af gríntvíeykinu í þættinum Þær tvær sem var sýndur á Stöð 2 og þá hlaut hún Grímuverðlaunin fyrir frammistöðu sína í Matthildi sem var á fjölum Borgarleikhússins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jakob slegið í gegn með uppistandi sínu sem er undir yfirskriftinni „Meistari Jakob“ og stimplað sig rækilega inn í uppistandssenuna.Þetta er hópurinn sem kemur að Skaupinu í ár.Auk Völu, Jakobs og Reynis munu Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson skrifa og stýra Áramótaskaupinu. Framleiðsla verður í höndum Republik og tónlistin í Skaupinu verður í umsjón tónlistarmannanna Árna Vilhjálmssonar úr FM Belfast og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Prins Póló. Líkt og árið 2017 mun Dóra leiða handritsvinnuna en hún er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York. Þorstein þar vart að kynna en hann var hluti af Fóstbræðra-hópnum goðsagnakennda og hefur margsinnis tekið þátt í Skaupinu. Reynir hefur komið víða við á ferlinum, leikstýrt kvikmyndum, sjónvarpsþáttaröðum og þá hefur hann áður leikstýrt Áramótaskaupinu og tekið eftir því að allir hafi skoðun á ágæti Skaupsins. „En þetta er líka mjög skemmtileg vinna, eiginlega forréttindi að fá að vinna með landsliði grínara að því að skoða árið í gegnum grín,“ segir ReynirVerður skaupið pólitískt?„Einhver sagði að allt væri pólitík svo svarið er líklegast já. En á sama tíma langar okkur að vinna grínið út frá upplifun fólksins í landinu á atburðum ársins. Fólk á að geta tengt við skaupið, hlegið saman að okkur sem þjóð. Það verður einhver söngur og pottþétt einhver dans, “segir Reynir. Áramótaskaupið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45 Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45 Var alltaf kvíðabarn sem leið almennt illa Jakob Birgisson er einn allra efnilegasti uppistandari landsins. Jakob sem er tvítugur þreytti frumraun sína í uppistandi í lok síðasta árs og fékk mikið lof fyrir frammistöðuna. Ari Eldjárn lét meðal annars hafa eftir sér að aðra eins hæfileika hefði hann ekki séð áður. 21. febrúar 2019 12:30 Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár. Hópurinn samanstendur af reynsluboltum sem áður hafa komið að Skaupinu og nýliðum sem hafa að undanförnu getið sér gott orð. Tökur á Skaupinu hefjast um miðjan nóvember. Vala Kristín Eiríksdóttir sem er fædd 1991 og Jakob Birgisson, sem er fæddur 1998 munu þannig ljá Skaupinu ferskan blæ í ár og eflaust höfða til unga fólksins í landinu. Vala Kristín er hluti af gríntvíeykinu í þættinum Þær tvær sem var sýndur á Stöð 2 og þá hlaut hún Grímuverðlaunin fyrir frammistöðu sína í Matthildi sem var á fjölum Borgarleikhússins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jakob slegið í gegn með uppistandi sínu sem er undir yfirskriftinni „Meistari Jakob“ og stimplað sig rækilega inn í uppistandssenuna.Þetta er hópurinn sem kemur að Skaupinu í ár.Auk Völu, Jakobs og Reynis munu Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson skrifa og stýra Áramótaskaupinu. Framleiðsla verður í höndum Republik og tónlistin í Skaupinu verður í umsjón tónlistarmannanna Árna Vilhjálmssonar úr FM Belfast og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Prins Póló. Líkt og árið 2017 mun Dóra leiða handritsvinnuna en hún er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York. Þorstein þar vart að kynna en hann var hluti af Fóstbræðra-hópnum goðsagnakennda og hefur margsinnis tekið þátt í Skaupinu. Reynir hefur komið víða við á ferlinum, leikstýrt kvikmyndum, sjónvarpsþáttaröðum og þá hefur hann áður leikstýrt Áramótaskaupinu og tekið eftir því að allir hafi skoðun á ágæti Skaupsins. „En þetta er líka mjög skemmtileg vinna, eiginlega forréttindi að fá að vinna með landsliði grínara að því að skoða árið í gegnum grín,“ segir ReynirVerður skaupið pólitískt?„Einhver sagði að allt væri pólitík svo svarið er líklegast já. En á sama tíma langar okkur að vinna grínið út frá upplifun fólksins í landinu á atburðum ársins. Fólk á að geta tengt við skaupið, hlegið saman að okkur sem þjóð. Það verður einhver söngur og pottþétt einhver dans, “segir Reynir.
Áramótaskaupið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45 Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45 Var alltaf kvíðabarn sem leið almennt illa Jakob Birgisson er einn allra efnilegasti uppistandari landsins. Jakob sem er tvítugur þreytti frumraun sína í uppistandi í lok síðasta árs og fékk mikið lof fyrir frammistöðuna. Ari Eldjárn lét meðal annars hafa eftir sér að aðra eins hæfileika hefði hann ekki séð áður. 21. febrúar 2019 12:30 Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45
Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45
Var alltaf kvíðabarn sem leið almennt illa Jakob Birgisson er einn allra efnilegasti uppistandari landsins. Jakob sem er tvítugur þreytti frumraun sína í uppistandi í lok síðasta árs og fékk mikið lof fyrir frammistöðuna. Ari Eldjárn lét meðal annars hafa eftir sér að aðra eins hæfileika hefði hann ekki séð áður. 21. febrúar 2019 12:30
Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19