Lífið

Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vinkonurnar nutu ágætisútsýnis yfir tónleikasvæðið í kvöld.
Vinkonurnar nutu ágætisútsýnis yfir tónleikasvæðið í kvöld. Vísir/Gígja
Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. Til viðbótar við þrjátíu þúsundin hafa fjölmargir miðalausir safnast saman í grennd við tónleikasvæðið og hlýða á tónlistina.

Sjá einnig: „Sena! Þetta er stórskita!“

Tveir hressir aðdáendur höfðu til að mynda komið sér fyrir á grasbletti við Suðurlandsbraut áður en tónleikarnir byrjuðu í kvöld og nutu ágætis útsýnis yfir tónleikasvæðið.

Aðrir fylgdust með við jaðar tónleikasvæðisins.Vísir/Vilhelm
Vinkonurnar sögðust afar fegnar að hafa ekki neyðst til að bíða í röð og voru hæstánægðar með „stúkuna“ sem þær höfðu útbúið sér.

Ed Sheeran steig á svið um klukkan níu í Laugardalnum en áður höfðu Glowie, Zara Larsson og James Bay hitað upp fyrir kappann.

Vinkonurnar voru með kælibox meðferðis og skáluðu í kokteil á meðan þær biðu eftir Ed Sheeran.Vísir/Gígja
Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. Röðin hlykkjaðist á tímabili rúman kílómetra frá tónleikasvæðinu, allt að Glæsibæ og út að Álfheimum.

Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.


Tengdar fréttir

„Sena! Þetta er stórskita!“

Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.