Senda flöskuskeyti á Töfragöngu Fréttablaðið skrifar 10. ágúst 2019 09:15 43 börn hafa skrifað skilaboð í flöskuskeytið sem rekur vonandi á land. Fréttablaðið Hin árlega Töfraganga verður haldin á Ísafirði í dag. Gangan hefst klukkan 10.45 við Byggðasafnið í Neðsta Kaupstað og endar við Edinborgarhúsið. Eftir gönguna verður boðið upp á töfrasýningu, söng og leiki. Síðan verða bornir fram réttir frá Pakistan, Írak, Þýskalandi, Nígeríu, Taílandi, Bandaríkjunum, Króatíu, Póllandi og Íslandi. Fólk er hvatt til að mæta í litríkum klæðnaði eða búningum. Gangan er haldin af skipuleggjendum Tungumálatöfra, sem er námskeið ætlað 5-11 ára gömlum börnum. Tilgangur námskeiðsins er að efla íslenskukunnáttu barna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og íslenskra barna sem hafa alist upp annars staðar en hér á landi. Á töfragöngunni munu 43 börn af 10 þjóðernum, sem hafa tekið þátt í Tungumálatöfranámskeiði, fleyta flöskuskeytum. „Það verður sent eitt, stórt flöskuskeyti sem þessi 43 börn eru búin að búa til saman,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Tungumálatöfra. Þau senda skilaboð sem þau eru búin að teikna og skrifa á renning sem verður settur í flöskuskeytið.“ Í skeytinu verða upplýsingar um Tungumálatöfra svo hver sá sem finnur skeytið getur haft samband. „Við vitum ekki hvert það rekur en erum spennt að vita hvort það komi einhvers staðar á land.“ Vaida Bražiunaite er verkefnastjóri göngunnar og námskeiðsins sem var haldið í sumar, hún segir það spennandi hvernig bæði námskeiðið og gangan sé að þróast. „Börnin læra íslensku í gegnum söng og myndlist og í ár bættist töframaður við í kennarahópinn,“ en það er töframaðurinn Einar Mikael Mánason. „Þema ársins á námskeiðinu og í göngunni á morgun er því töfrar og töfrabrögð.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
Hin árlega Töfraganga verður haldin á Ísafirði í dag. Gangan hefst klukkan 10.45 við Byggðasafnið í Neðsta Kaupstað og endar við Edinborgarhúsið. Eftir gönguna verður boðið upp á töfrasýningu, söng og leiki. Síðan verða bornir fram réttir frá Pakistan, Írak, Þýskalandi, Nígeríu, Taílandi, Bandaríkjunum, Króatíu, Póllandi og Íslandi. Fólk er hvatt til að mæta í litríkum klæðnaði eða búningum. Gangan er haldin af skipuleggjendum Tungumálatöfra, sem er námskeið ætlað 5-11 ára gömlum börnum. Tilgangur námskeiðsins er að efla íslenskukunnáttu barna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og íslenskra barna sem hafa alist upp annars staðar en hér á landi. Á töfragöngunni munu 43 börn af 10 þjóðernum, sem hafa tekið þátt í Tungumálatöfranámskeiði, fleyta flöskuskeytum. „Það verður sent eitt, stórt flöskuskeyti sem þessi 43 börn eru búin að búa til saman,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Tungumálatöfra. Þau senda skilaboð sem þau eru búin að teikna og skrifa á renning sem verður settur í flöskuskeytið.“ Í skeytinu verða upplýsingar um Tungumálatöfra svo hver sá sem finnur skeytið getur haft samband. „Við vitum ekki hvert það rekur en erum spennt að vita hvort það komi einhvers staðar á land.“ Vaida Bražiunaite er verkefnastjóri göngunnar og námskeiðsins sem var haldið í sumar, hún segir það spennandi hvernig bæði námskeiðið og gangan sé að þróast. „Börnin læra íslensku í gegnum söng og myndlist og í ár bættist töframaður við í kennarahópinn,“ en það er töframaðurinn Einar Mikael Mánason. „Þema ársins á námskeiðinu og í göngunni á morgun er því töfrar og töfrabrögð.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira