Segir innri endurskoðun um rekstur grunnskóla í Reykjavík áfellisdóm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 20:30 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki eftir hann og Mogginn hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar vera áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík. Formaður skóla- og frístundaráðs segist ósammála oddvitanum en tekur þó undir gagnrýni hans á framlög til viðhalds skólahúsnæðis. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla var lögð fyrir skóla- og frístundaráð í fyrradag. Skýrslan verður formlega lögð fyrir borgarráð í næstu viku en var þó rædd á fundi ráðsins í dag og sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins skýrsluna áfellisdóm. „Skýrslan er ákveðinn áfellisdómur yfir hvernig staðið er að skólamálum. Það kemur fram að framlög til skólanna eru 7% lægri en landsmeðaltal,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Nei, ég er ekki sammála því þar sem við þurfum líka að halda því til haga að framlögin til grunnskólanna hafa hækkað myndarlega á undanförnum árum. Við erum að horfa á 46% hækkun, alveg helmings hækkun framlaganna frá 2013,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Í skýrslunni eru gerðar 24 ábendingar. Meginniðurstaðan er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og fjárveitingavalds borgarinnar um hvað sé nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar. Eyþór segir of mikill hluti fjármagns fara til rangra aðila. „Stjórnsýslan og miðlæga stjórnsýslan hefur vaxið gríðarlega og kostnaður í kerfinu hefur vaxið mikið en peningarnir eiga bara að skila sér til barnanna og það er okkar hlutverk í minnihlutanum að passa upp á það af því að hinir hafa gleymt því,“ sagði Eyþór. Viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því orðið mjög brýnt að taka til hendinni þar. „Það voru sex skólar sem ekki voru með húsnæðismálin sín í lagi á þessu ári,“ sagði Eyþór. „Það er alveg rétt að framlög til viðhalds voru of lítil og það er bara af því að borgarsjóður hafði ekki úr meiru fjármagni að spila. En skýrslan sýnir það líka að undanfarin tvö ár hefur þessi þáttur fengið meira vægi og framlögin hafa tvöfaldast,“ sagði Skúli.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki eftir hann og Mogginn hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Sjá meira