Enid Blyton sögð kreddufullur rasisti og hommahatari Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 14:43 Konunglega myntsláttan í London hefur horfið frá fyrirætlunum um að slá minningarskilding með Blyton vegna meintra óæskilegra áhrifa hennar og kreddufullra viðhorfa. Getty/George Konig Konunglega myntsláttan í London hefur fallið frá áformum um að slá sérstaka mynt til heiðurs barnabókahöfundinum Enid Blyton. Bretlandseyjar loga ekki vegna Brexit heldur þessarar ákvörðunar en þegar hún var kynnt var fullyrt að það gengi ekki því hin gríðarlega vinsæla Blyton væri rasisti, hommahatari sem fyrirliti konur. Óttast var að með slætti myntunnar myndi það vekja upp og eða ýta undir slíkar hvatir.Enginn minningarskildingur um Blyton sleginn Þá fylgdi sögunni að Enid Blyton sé ekkert sérstaklega góður rithöfundur og supu þá margir eldheitir aðdáendur barnabókahöfundarins hveljur en hún er einkum þekkt á Íslandi fyrir Dodda-bækur sínar, Dularfullu bækurnar, Fimm bækurnar og Ævintýrabækurnar.Víða á íslenskum heimilum, í bókahillum, lúra í leynum hættulegar kreddur sem Enid Blyton hefur haldið að milljónum barna víða um heim.visir/nannaMeðal þeirra miðla sem fjalla um málið er Independent en þar er fullyrt að Enid Blyton sé einmitt þekkt fyrir kreddu- og fordómafull viðhorf sín. („stopped because the author is known to have had “racist, sexist and homophobic” views”.) Til stóð að slá þessa mynt í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá dánardægri barnabókahöfundarins og átti andlit hennar að fara á 50p skilding. Það verður ekki.Brexit fellur í skuggann á Bretlandseyjum vegna Blyton Víða á Bretlandseyjum hefur verið tekist á um þetta í dag og í gær. Þannig gagnrýndi Richard Madeley, sjónvarpsmaður og rithöfundur, í þættinum Good Morning Britain þessa ákvörðun og sagði að honum sýndist að ef dregin yrði lína í sandinn, og miðað til dæmis við árið 1955, og lögð við mælistika, gildismat dagsins í dag, þá teldust meira og minna allir rithöfundar taldir kreddufullir.Þannig hefur verið vakin athygli á því að varhugavert geti reynst að afskrifa bókmenntaarfinn á slíkum forsendum. Þáttastjórnandinn bætti við að út frá þeim forsendum væri fráleitt að kalla Endid Blyton hommahatara. Talsmaður Konunglegu myntsláttunnar sagði hins vegar að stefnan þar á bæ væri að minningarmynt af þessu tagi þyrfti að standa sem varða um góð gildi.Glataður höfundur En, á meðan fagna þeir sem telja ríkjandi viðhorf eigi að gilda.Bókaflokkurinn Dularfullu bækurnar náðu miklum vinsældum á Íslandi sem um allan heim auk fleiri bókaflokka eftir Enid Blyton svo sem Dodda-bækurnar, Ævintýrabækurnar og Fimmbækurnar.visir/nannaNú fyrr í dag birtist grein á Independent eftir pistlahöfundinn og blaðamann þar, Rosin O‘Connor sem fagnar þessu og furðar sig á því hversu heitt mál þetta er. Hún segir að fortíðarhyggja eigi ekki að vera afsökun fyrir ömurlegum kreddum Blyton. O‘Connor segir að henni hafi alltaf fundist bækur Enid Blyton lélegar og telur síst orðum aukið að hún hafi verið glataður rithöfundur. Blaðamaðurinn dregur dóttur Blyton til vitnis um það sem mun hafa sagt að hún væri einföld sál sem skrifaði sem barn með hæfni fullorðins. Bókmenntir Bretland Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Konunglega myntsláttan í London hefur fallið frá áformum um að slá sérstaka mynt til heiðurs barnabókahöfundinum Enid Blyton. Bretlandseyjar loga ekki vegna Brexit heldur þessarar ákvörðunar en þegar hún var kynnt var fullyrt að það gengi ekki því hin gríðarlega vinsæla Blyton væri rasisti, hommahatari sem fyrirliti konur. Óttast var að með slætti myntunnar myndi það vekja upp og eða ýta undir slíkar hvatir.Enginn minningarskildingur um Blyton sleginn Þá fylgdi sögunni að Enid Blyton sé ekkert sérstaklega góður rithöfundur og supu þá margir eldheitir aðdáendur barnabókahöfundarins hveljur en hún er einkum þekkt á Íslandi fyrir Dodda-bækur sínar, Dularfullu bækurnar, Fimm bækurnar og Ævintýrabækurnar.Víða á íslenskum heimilum, í bókahillum, lúra í leynum hættulegar kreddur sem Enid Blyton hefur haldið að milljónum barna víða um heim.visir/nannaMeðal þeirra miðla sem fjalla um málið er Independent en þar er fullyrt að Enid Blyton sé einmitt þekkt fyrir kreddu- og fordómafull viðhorf sín. („stopped because the author is known to have had “racist, sexist and homophobic” views”.) Til stóð að slá þessa mynt í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá dánardægri barnabókahöfundarins og átti andlit hennar að fara á 50p skilding. Það verður ekki.Brexit fellur í skuggann á Bretlandseyjum vegna Blyton Víða á Bretlandseyjum hefur verið tekist á um þetta í dag og í gær. Þannig gagnrýndi Richard Madeley, sjónvarpsmaður og rithöfundur, í þættinum Good Morning Britain þessa ákvörðun og sagði að honum sýndist að ef dregin yrði lína í sandinn, og miðað til dæmis við árið 1955, og lögð við mælistika, gildismat dagsins í dag, þá teldust meira og minna allir rithöfundar taldir kreddufullir.Þannig hefur verið vakin athygli á því að varhugavert geti reynst að afskrifa bókmenntaarfinn á slíkum forsendum. Þáttastjórnandinn bætti við að út frá þeim forsendum væri fráleitt að kalla Endid Blyton hommahatara. Talsmaður Konunglegu myntsláttunnar sagði hins vegar að stefnan þar á bæ væri að minningarmynt af þessu tagi þyrfti að standa sem varða um góð gildi.Glataður höfundur En, á meðan fagna þeir sem telja ríkjandi viðhorf eigi að gilda.Bókaflokkurinn Dularfullu bækurnar náðu miklum vinsældum á Íslandi sem um allan heim auk fleiri bókaflokka eftir Enid Blyton svo sem Dodda-bækurnar, Ævintýrabækurnar og Fimmbækurnar.visir/nannaNú fyrr í dag birtist grein á Independent eftir pistlahöfundinn og blaðamann þar, Rosin O‘Connor sem fagnar þessu og furðar sig á því hversu heitt mál þetta er. Hún segir að fortíðarhyggja eigi ekki að vera afsökun fyrir ömurlegum kreddum Blyton. O‘Connor segir að henni hafi alltaf fundist bækur Enid Blyton lélegar og telur síst orðum aukið að hún hafi verið glataður rithöfundur. Blaðamaðurinn dregur dóttur Blyton til vitnis um það sem mun hafa sagt að hún væri einföld sál sem skrifaði sem barn með hæfni fullorðins.
Bókmenntir Bretland Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira