Skortur á hreinu vatni hættulegri börnum en byssukúla Heimsljós kynnir 28. ágúst 2019 12:30 Örtröð við brunninn. gunnisal „Það hefur aldrei verið brýnna að tryggja rétt barna að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu,“ segir fulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í tilefni af nýrri skýrslu um þann vanda sem steðjar af börnum víðs vegar um heiminn vegna skorts á aðgengi að hreinu neysluvatni. Í fyrsta bindi nýrrar skýrslu, Water on Fire, kemur fram að aðgengi að ómenguðu drykkjarvatni séu réttindi sem skipti sköpum um líf barna. Engu að síður búi 210 milljónir barna við skert aðgengi að hreinu vatni og tvöfalt fleiri, eða 420 milljónir barna, hafi ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur víða sérhæft sig í WASH verkefnum, meðal annars í stóru verkefni í Mósambík með íslenska utanríkisráðuneytinu, en skammstöfunin stendur fyrir vatn, salernisaðstöðu og hreinlæti. „Ástandið er víða hræðilegt fyrir börn eins og í Cox Bazar, Úkraínu og Jemen, og álíka viðkvæmum svæðum,“ segir Kelly Ann Naylor aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF í WASH verkefnum. Hún bendir á fjölgun átakasvæða í heiminum, segir átök dragast á langinn og skaða sífellt fleira fólk. UNICEF hóf fyrr á árinu átak undir heitinu „Water Under Fire“ með vísun í að skortur á hreinu vatni geti verið jafn hættulegur og byssukúla því fleiri börn látist af vatnsbornum sjúkdómum en í beinum átökum, þrjátíu sinnum fleiri yngrir en fimm ára og þrisvar sinnum fleiri yngri en 15 ára. Skýrslan sem kom út í gær er liður í átakinu og áminning um þann mikilvæga rétt barna að hafa greiðan aðgang að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu.Byggt á frétt frá Sameinuðu þjóðunum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent
„Það hefur aldrei verið brýnna að tryggja rétt barna að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu,“ segir fulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í tilefni af nýrri skýrslu um þann vanda sem steðjar af börnum víðs vegar um heiminn vegna skorts á aðgengi að hreinu neysluvatni. Í fyrsta bindi nýrrar skýrslu, Water on Fire, kemur fram að aðgengi að ómenguðu drykkjarvatni séu réttindi sem skipti sköpum um líf barna. Engu að síður búi 210 milljónir barna við skert aðgengi að hreinu vatni og tvöfalt fleiri, eða 420 milljónir barna, hafi ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur víða sérhæft sig í WASH verkefnum, meðal annars í stóru verkefni í Mósambík með íslenska utanríkisráðuneytinu, en skammstöfunin stendur fyrir vatn, salernisaðstöðu og hreinlæti. „Ástandið er víða hræðilegt fyrir börn eins og í Cox Bazar, Úkraínu og Jemen, og álíka viðkvæmum svæðum,“ segir Kelly Ann Naylor aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF í WASH verkefnum. Hún bendir á fjölgun átakasvæða í heiminum, segir átök dragast á langinn og skaða sífellt fleira fólk. UNICEF hóf fyrr á árinu átak undir heitinu „Water Under Fire“ með vísun í að skortur á hreinu vatni geti verið jafn hættulegur og byssukúla því fleiri börn látist af vatnsbornum sjúkdómum en í beinum átökum, þrjátíu sinnum fleiri yngrir en fimm ára og þrisvar sinnum fleiri yngri en 15 ára. Skýrslan sem kom út í gær er liður í átakinu og áminning um þann mikilvæga rétt barna að hafa greiðan aðgang að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu.Byggt á frétt frá Sameinuðu þjóðunum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent