Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 13:55 Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. Vísir/Vilhelm Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur. Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur.
Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira