Einfaldir kjúklingaréttir Elín Albertsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:00 Pastasalat með kjúklingi er góður hádegisverður eða réttur kvöldsins. NORDICPHOTOS/GETTY Kjúkling er hægt að elda á ótal marga vegu. Þess vegna er alltaf þægilegt að grípa til hans þegar maður veit ekkert hvað ætti að elda. Hér eru nokkrar hugmyndir að réttum með kjúklingi. Kjúklingapasta er fínn hversdagsmatur. Það er auðvelt að útbúa og svo getur maður sett í alls konar uppáhalds eftir smekk. Hér er uppskrift að kjúklingapasta. Það má nota afganga af kjúklingi í þessa uppskrift. Uppskriftin miðast við fjóra. Pastasalat með kjúklingi 4 úrbeinuð kjúklingalæri eða bringur eftir smekk ¼ tsk. salt ¼ tsk. pipar 2 msk. smjör eða olía til steikingar Pastasalat 250 g pastaskeljar 1 pakki kirsuberjatómatar ½ rauðlaukur 2 vorlaukar 1 poki klettasalat Svartar ólífur Ristaðar furuhnetur 1 mozzarella-ostur Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum. Sigtið, skolið með köldu vatni og setjið til hliðar. Bragðbætið lærin með salti og pipar og steikið á pönnu um það bil 2 mínútur á hvorri hlið. Lækkið hitann, setjið lok á pönnuna og látið malla áfram í 4-5 mínútur. Skerið tómatana til helminga, rauðlaukinn í þunnar sneiðar og vorlaukinn smátt. Skolið klettasalatið og þerrið síðan. Setjið á disk ásamt tómötum, lauk og ólífum. Skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar og dreifið yfir salatið ásamt smátt skornum mozzarella-ostinum og furuhnetum. Ýrið smávegis jómfrúarolíu yfir og piprið. Salatið er borið fram með góðu brauði. Tandoori-kjúklingur sem þarf smá fyrirhyggju því best er að láta hann vera í marineringu í sólarhring. Tandoori-kjúklingur Þetta er bragðgóð uppskrift og spennandi. Hún miðast við fjóra. 8 úrbeinuð kjúklingalæri (má líka vera á beini) Tandoori-marinering 10 negulnaglar 2 tsk. kóríanderfræ 2 tsk. cumin Fræ úr 10 heilum kardimommum 2 laukar 4 hvítlauksrif 2 msk. rifinn, ferskur engifer 2 tsk. chilli-pipar (duft) 2 tsk. pipar 1 tsk. túrmerik 5 dl hrein jógúrt 1 dl sítrónusafi Ristið negulnagla, kóríanderfræ, cumin og kardimommur í nokkrar mínútur á þurri pönnu. Kælið og setjið í mortél. Maukið þar til verður jöfn og fín blanda. Setjið lauk, hvítlauk og engifer í matvinnsluvél ásamt chilli-pipar, pipar og túrmeriki. Hrærið vel saman. Setjið jógúrt í skál og bætið í hana sítrónusafa. Bætið kryddinu saman við og lauk- og engiferblöndunni. Skerið kjúklinginn í bita og setjið í marineringuna. Best er að láta standa yfir nótt í kæliskáp. Setjið í eldfast mót og inn í 200°C heitan ofn. Bakið í um það bil 30 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er gegnumsteiktur. Berið fram með tómötum og gúrku, hrísgrjónum, mango chutney og tzatsiki. Ítalskur kjúklingaréttur sem bragð er af. Ítalskur kjúklingaréttur Mjög góður réttur sem einfalt er að gera. Uppskriftin er stór og ætti að duga fyrir átta. 6 úrbeinuð kjúklingalæri 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 dl hvítvín 2 dósir tómatar 1 tsk. óreganó 100 g sveppir Svartar ólífur 3 msk. parmesan-ostur Skerið lauk, hvítlauk og sveppi. Brúnið kjúklinginn og takið hann síðan frá. Steikið lauk, hvítlauk og sveppi. Bætið hvítvíni yfir og látið allt malla í nokkrar mínútur. Bætið þá tómötum saman við og kryddið með óreganó. Núna eru kjúklingabitarnir settir út í aftur og allt látið malla í um það bil 30 mínútur. Dreifið svörtum ólífum yfir réttinn og bragðbætið með salti, pipar og óreganó. Stráið rifnum parmesan-osti yfir réttinn í lokin. Það má bera þennan rétt fram með pasta eða bara góðu brauði. Hvenig væri að prófa þessa góðu núðlusúpu? Núðlusúpa með kjúklingi, karrí og kókos Þetta er mjög góð núðlusúpa sem hægt er að gera á margvíslegan hátt. Það má nota afgang af kjúklingi og það má bæta alls kyns grænmeti við, til dæmis kúrbút, baunum, gulrótum, sveppum og tómötum. Uppskriftin miðast við fjóra. 600 g úrbeinuð kjúklingalæri 250 g núðlur 1 msk. rifin, fersk engiferrót 3 hvítlauksrif 1 haus spergilkál 4 vorlaukar 1 rauðlaukur 2 msk. rautt karrímauk (curry paste) 2,5 dl kjúklingasoð 4 dl kókosmjólk 2 msk. fiskisósa 2 tsk. sykur 1 límóna Ferskt kóríander og basil Olía til steikingar Skerið kjúklinginn í bita. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á umbúðum. Hreinsið og skerið spergilkál, lauk, vorlauk og hvítlauk. Steikið engifer og hvítlauk í olíu yfir meðalhita. Bætið karrímaukinu við og setjið meiri olíu ef þarf. Næst fer kjúklingurinn út á pönnuna og hann steiktur. Setjið því næst kjúklingasoð og kókosmjólk. Látið suðuna koma upp, lækkið síðan hitann og látið malla áfram. Setjið spergilkálið út í og bragðbætið súpuna með fiskisósu, sykri og límónusafa. Loks eru núðlurnar settar út í súpuna, Skreytið hana í lokin með vorlauk og rauðlauk. Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Pastaréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Kjúkling er hægt að elda á ótal marga vegu. Þess vegna er alltaf þægilegt að grípa til hans þegar maður veit ekkert hvað ætti að elda. Hér eru nokkrar hugmyndir að réttum með kjúklingi. Kjúklingapasta er fínn hversdagsmatur. Það er auðvelt að útbúa og svo getur maður sett í alls konar uppáhalds eftir smekk. Hér er uppskrift að kjúklingapasta. Það má nota afganga af kjúklingi í þessa uppskrift. Uppskriftin miðast við fjóra. Pastasalat með kjúklingi 4 úrbeinuð kjúklingalæri eða bringur eftir smekk ¼ tsk. salt ¼ tsk. pipar 2 msk. smjör eða olía til steikingar Pastasalat 250 g pastaskeljar 1 pakki kirsuberjatómatar ½ rauðlaukur 2 vorlaukar 1 poki klettasalat Svartar ólífur Ristaðar furuhnetur 1 mozzarella-ostur Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum. Sigtið, skolið með köldu vatni og setjið til hliðar. Bragðbætið lærin með salti og pipar og steikið á pönnu um það bil 2 mínútur á hvorri hlið. Lækkið hitann, setjið lok á pönnuna og látið malla áfram í 4-5 mínútur. Skerið tómatana til helminga, rauðlaukinn í þunnar sneiðar og vorlaukinn smátt. Skolið klettasalatið og þerrið síðan. Setjið á disk ásamt tómötum, lauk og ólífum. Skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar og dreifið yfir salatið ásamt smátt skornum mozzarella-ostinum og furuhnetum. Ýrið smávegis jómfrúarolíu yfir og piprið. Salatið er borið fram með góðu brauði. Tandoori-kjúklingur sem þarf smá fyrirhyggju því best er að láta hann vera í marineringu í sólarhring. Tandoori-kjúklingur Þetta er bragðgóð uppskrift og spennandi. Hún miðast við fjóra. 8 úrbeinuð kjúklingalæri (má líka vera á beini) Tandoori-marinering 10 negulnaglar 2 tsk. kóríanderfræ 2 tsk. cumin Fræ úr 10 heilum kardimommum 2 laukar 4 hvítlauksrif 2 msk. rifinn, ferskur engifer 2 tsk. chilli-pipar (duft) 2 tsk. pipar 1 tsk. túrmerik 5 dl hrein jógúrt 1 dl sítrónusafi Ristið negulnagla, kóríanderfræ, cumin og kardimommur í nokkrar mínútur á þurri pönnu. Kælið og setjið í mortél. Maukið þar til verður jöfn og fín blanda. Setjið lauk, hvítlauk og engifer í matvinnsluvél ásamt chilli-pipar, pipar og túrmeriki. Hrærið vel saman. Setjið jógúrt í skál og bætið í hana sítrónusafa. Bætið kryddinu saman við og lauk- og engiferblöndunni. Skerið kjúklinginn í bita og setjið í marineringuna. Best er að láta standa yfir nótt í kæliskáp. Setjið í eldfast mót og inn í 200°C heitan ofn. Bakið í um það bil 30 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er gegnumsteiktur. Berið fram með tómötum og gúrku, hrísgrjónum, mango chutney og tzatsiki. Ítalskur kjúklingaréttur sem bragð er af. Ítalskur kjúklingaréttur Mjög góður réttur sem einfalt er að gera. Uppskriftin er stór og ætti að duga fyrir átta. 6 úrbeinuð kjúklingalæri 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 dl hvítvín 2 dósir tómatar 1 tsk. óreganó 100 g sveppir Svartar ólífur 3 msk. parmesan-ostur Skerið lauk, hvítlauk og sveppi. Brúnið kjúklinginn og takið hann síðan frá. Steikið lauk, hvítlauk og sveppi. Bætið hvítvíni yfir og látið allt malla í nokkrar mínútur. Bætið þá tómötum saman við og kryddið með óreganó. Núna eru kjúklingabitarnir settir út í aftur og allt látið malla í um það bil 30 mínútur. Dreifið svörtum ólífum yfir réttinn og bragðbætið með salti, pipar og óreganó. Stráið rifnum parmesan-osti yfir réttinn í lokin. Það má bera þennan rétt fram með pasta eða bara góðu brauði. Hvenig væri að prófa þessa góðu núðlusúpu? Núðlusúpa með kjúklingi, karrí og kókos Þetta er mjög góð núðlusúpa sem hægt er að gera á margvíslegan hátt. Það má nota afgang af kjúklingi og það má bæta alls kyns grænmeti við, til dæmis kúrbút, baunum, gulrótum, sveppum og tómötum. Uppskriftin miðast við fjóra. 600 g úrbeinuð kjúklingalæri 250 g núðlur 1 msk. rifin, fersk engiferrót 3 hvítlauksrif 1 haus spergilkál 4 vorlaukar 1 rauðlaukur 2 msk. rautt karrímauk (curry paste) 2,5 dl kjúklingasoð 4 dl kókosmjólk 2 msk. fiskisósa 2 tsk. sykur 1 límóna Ferskt kóríander og basil Olía til steikingar Skerið kjúklinginn í bita. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á umbúðum. Hreinsið og skerið spergilkál, lauk, vorlauk og hvítlauk. Steikið engifer og hvítlauk í olíu yfir meðalhita. Bætið karrímaukinu við og setjið meiri olíu ef þarf. Næst fer kjúklingurinn út á pönnuna og hann steiktur. Setjið því næst kjúklingasoð og kókosmjólk. Látið suðuna koma upp, lækkið síðan hitann og látið malla áfram. Setjið spergilkálið út í og bragðbætið súpuna með fiskisósu, sykri og límónusafa. Loks eru núðlurnar settar út í súpuna, Skreytið hana í lokin með vorlauk og rauðlauk.
Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Pastaréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira