Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2019 20:06 Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í síðustu viku. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Sex af tíu þingmönnum Siumut, auk eins ráðherra, höfðu gert uppreisn gegn Kim og vildu að hann yrði settur af sem formaður fyrir að fylgja ekki stefnumálum flokksins, meðal annars við ákvörðun fisk- og hvalveiðikvóta. Á sérstökum fundi miðstjórnar Siumut-flokksins í dag reyndist Kim hins vegar njóta yfirgnæfandi stuðnings flokksdeilda. Þrjátíuogfjórar af fjörutíu héraðsdeildum Siumut vildu að Kim sæti áfram og kom því ekki til þess að boðað yrði til auka flokksþings til að kjósa nýjan formann.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.Kim Kielsen hefur verið í sviðsljósinu þennan mánuðinn í kringum fréttir af áhuga Donalds Trumps á að kaupa Grænland. Kim gaf þá afdráttarlausa yfirlýsingu um að Grænland væri ekki til sölu.Sjá hér: Grænland er ekki til sölu. Til stóð að hann hitti Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september en Trump aflýsti þeirri heimsókn eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði lýst hugmyndinni um sölu Grænlands sem fáránlegri.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar þáverandi forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Kim stóð einnig í stórræðum síðastliðið haust þegar hann samdi við dönsk stjórnvöld um stórfellda uppbyggingu flugvallakerfis Grænlands. Samningurinn leiddi til stjórnarslita en Kim tókst að mynda minnihlutastjórn og tryggja þingmeirihluta að baki flugvallagerðinni. Hann tók við forsætisráðherrastólnum og formennsku í Siumut-flokknum af Alequ Hammond haustið 2014. Hann starfaði áður sem lögreglumaður en sneri sér að stjórnmálum árið 2005 og var þá kjörinn á grænlenska þingið. Hann er 52 ára gamall. Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Sex af tíu þingmönnum Siumut, auk eins ráðherra, höfðu gert uppreisn gegn Kim og vildu að hann yrði settur af sem formaður fyrir að fylgja ekki stefnumálum flokksins, meðal annars við ákvörðun fisk- og hvalveiðikvóta. Á sérstökum fundi miðstjórnar Siumut-flokksins í dag reyndist Kim hins vegar njóta yfirgnæfandi stuðnings flokksdeilda. Þrjátíuogfjórar af fjörutíu héraðsdeildum Siumut vildu að Kim sæti áfram og kom því ekki til þess að boðað yrði til auka flokksþings til að kjósa nýjan formann.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.Kim Kielsen hefur verið í sviðsljósinu þennan mánuðinn í kringum fréttir af áhuga Donalds Trumps á að kaupa Grænland. Kim gaf þá afdráttarlausa yfirlýsingu um að Grænland væri ekki til sölu.Sjá hér: Grænland er ekki til sölu. Til stóð að hann hitti Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september en Trump aflýsti þeirri heimsókn eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði lýst hugmyndinni um sölu Grænlands sem fáránlegri.Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar þáverandi forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn.Mynd/TV-2, Danmörku.Kim stóð einnig í stórræðum síðastliðið haust þegar hann samdi við dönsk stjórnvöld um stórfellda uppbyggingu flugvallakerfis Grænlands. Samningurinn leiddi til stjórnarslita en Kim tókst að mynda minnihlutastjórn og tryggja þingmeirihluta að baki flugvallagerðinni. Hann tók við forsætisráðherrastólnum og formennsku í Siumut-flokknum af Alequ Hammond haustið 2014. Hann starfaði áður sem lögreglumaður en sneri sér að stjórnmálum árið 2005 og var þá kjörinn á grænlenska þingið. Hann er 52 ára gamall.
Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur meirihluta sínum. 25. apríl 2018 14:00