Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. ágúst 2019 07:30 Rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa lýst mikilli óánægju með vinnubrögð Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Stefán Lögmaður vinnur nú að undirbúningi hópmálsóknar rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg. Telur hann að sýna megi fram á fjárhagslegt tjón vegna vanefnda og seinagangs borgaryfirvalda. Þetta hermar heimildir Fréttablaðsins. Samkvæmt sömu heimildum er ekki ljóst hvernig rekstraraðilar taka í þessar hugmyndir en að minnsta kosti þrír þeirra hafa lýst sig reiðubúna til viðræðna um mögulega hópmálsókn án þess að í því felist endanleg afstaða til málsins. Til stendur að boða til undirbúningsfundar í byrjun vikunnar. Neðsti hluti Hverfisgötu hefur verið lokaður fyrir bílaumferð og aðgengi gangandi vegfarenda skert frá því í vor. Verkið hefur tafist og er nú ekki gert ráð fyrir að opnað verði fyrir bílaumferð eftir miðjan næsta mánuð í stað lok þessa mánaðar. Ýmsir rekstraraðilar hafa gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir skort á samráði og upplýsingagjöf. Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR hótela sem reka meðal annars hótel á Hverfisgötu 21, segist ekki sáttur við stöðuna frekar en aðrir rekstraraðilar. Hann segist hins vegar ekki hafa heyrt af hugmyndum um hópmálsókn. „Við höfum haft þetta þannig að allir sem gista í þessu húsi þar sem framkvæmdir eiga sér stað hafa fengið 50 prósenta afslátt. Þetta er gert til að fyrirbyggja óánægju en þýðir mikið tekjutap fyrir okkur á háannatíma,“ segir Þórður. Hann segir að þessi háttur hafi verið hafður á í tæpar tvær vikur og býst við að þetta muni vara lungann úr þessari viku. „Þannig verða þetta einhverjar tvær til þrjár vikur í heildina. Til að setja þetta í samhengi þá er tap okkar um 300 þúsund á dag allan þann tíma.“ Þetta sé hins vegar eina leiðin til að hafa kúnnana ánægða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa fleiri rekstraraðilar við götuna þurft að grípa til sambærilegra aðgerða. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Bútasaumur í borginni Veitinga- og kaupmenn eru ósáttir við flókna ferla og skilningsleysi í garð fyrirtækja í borginni. Uppbygging sé nauðsynleg, en samráð lítið. Dæmi um týndar umsóknir og regluverki lýst sem „völundarhúsi.“ 21. ágúst 2019 11:15 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Lögmaður vinnur nú að undirbúningi hópmálsóknar rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg. Telur hann að sýna megi fram á fjárhagslegt tjón vegna vanefnda og seinagangs borgaryfirvalda. Þetta hermar heimildir Fréttablaðsins. Samkvæmt sömu heimildum er ekki ljóst hvernig rekstraraðilar taka í þessar hugmyndir en að minnsta kosti þrír þeirra hafa lýst sig reiðubúna til viðræðna um mögulega hópmálsókn án þess að í því felist endanleg afstaða til málsins. Til stendur að boða til undirbúningsfundar í byrjun vikunnar. Neðsti hluti Hverfisgötu hefur verið lokaður fyrir bílaumferð og aðgengi gangandi vegfarenda skert frá því í vor. Verkið hefur tafist og er nú ekki gert ráð fyrir að opnað verði fyrir bílaumferð eftir miðjan næsta mánuð í stað lok þessa mánaðar. Ýmsir rekstraraðilar hafa gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir skort á samráði og upplýsingagjöf. Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR hótela sem reka meðal annars hótel á Hverfisgötu 21, segist ekki sáttur við stöðuna frekar en aðrir rekstraraðilar. Hann segist hins vegar ekki hafa heyrt af hugmyndum um hópmálsókn. „Við höfum haft þetta þannig að allir sem gista í þessu húsi þar sem framkvæmdir eiga sér stað hafa fengið 50 prósenta afslátt. Þetta er gert til að fyrirbyggja óánægju en þýðir mikið tekjutap fyrir okkur á háannatíma,“ segir Þórður. Hann segir að þessi háttur hafi verið hafður á í tæpar tvær vikur og býst við að þetta muni vara lungann úr þessari viku. „Þannig verða þetta einhverjar tvær til þrjár vikur í heildina. Til að setja þetta í samhengi þá er tap okkar um 300 þúsund á dag allan þann tíma.“ Þetta sé hins vegar eina leiðin til að hafa kúnnana ánægða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa fleiri rekstraraðilar við götuna þurft að grípa til sambærilegra aðgerða.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Bútasaumur í borginni Veitinga- og kaupmenn eru ósáttir við flókna ferla og skilningsleysi í garð fyrirtækja í borginni. Uppbygging sé nauðsynleg, en samráð lítið. Dæmi um týndar umsóknir og regluverki lýst sem „völundarhúsi.“ 21. ágúst 2019 11:15 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00
Bútasaumur í borginni Veitinga- og kaupmenn eru ósáttir við flókna ferla og skilningsleysi í garð fyrirtækja í borginni. Uppbygging sé nauðsynleg, en samráð lítið. Dæmi um týndar umsóknir og regluverki lýst sem „völundarhúsi.“ 21. ágúst 2019 11:15
Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10
Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18