Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2019 14:01 Allt frá tíu kílómetrum upp í maraþon. Þau Viktoría, Aron og Jón eiga það öll sameiginlegt að hafa tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Instagram Það fór varla fram hjá neinum að Reykjavíkurmaraþonið var haldið í gær með tilheyrandi götulokunum og stórgóðri stemningu. Hátt í fimmtán þúsund hlauparar á öllum aldri nýttu tækifærið og þutu um götur miðborgarinnar í litríkum hlaupafatnaði á meðan vegfarendur hvöttu þau til dáða. Á meðal þátttakenda í ár var leikarinn og útvarpsmaðurinn Aron Mola, söngvarinn Jón Jónsson og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir. Ástandið á stjörnuhlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim en öll áttu þau það sameiginlegt að hafa reynt við lengri vegalengdir en áður.Aldrei hlaupið meira en tvo kílómetraÍþróttaundrið Viktoría kláraði hlaupð með glæsibrag.InstagramViktoría Hermannsdóttir, fjölmiðlakona á RÚV, var í hópi þeirra sjö þúsund sem gerðu sér lítið fyrir og hlupu tíu kílómetra. Þrátt fyrir að vera sannfærð um að hún sé enn sem komið er óuppgötvað íþróttaundur, eins og hún orðar það sjálf, hafði Viktoría aldrei reynt við slíka hlaupaáskorun áður. „Ég hef aldrei hlaupið meira en tvo kílómetra um ævina. Ég er agalegur íþróttamaður,“ segir Viktoría sem hljóp til styrktar Jónu Elísabetar Ottesen, vinkonu sinnar sem slasaðist alvarlega í bílslysi fyrr í sumar og sér nú fram á langt og strangt endurhæfingarferli eftir að hafa orðið fyrir mænuskaða.Sjá einnig: Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal „Ég átti barn fyrir tæplega fimm mánuðum og gat varla labbað síðustu mánuðina því ég var með svo mikla grindargliðnun. Ég ætlaði alltaf að fara að æfa almennilega og fór aðeins út að hlaupa en það voru ekki langir túrar,“ segir Viktoría sem bjóst við því að klára hlaupið á tveimur klukkustundum. Hún gerði þó gott betur en það og flaug í mark eftir um það bil sjötíu mínútur. Hún segist ekki hafa þurft að berjast mikið við hausinn á sér í hlaupinu þar sem stuðningur áhorfenda var mikill. Hún sé þannig gerð að ef hún nennir ekki að hlaupa meir, þá einfaldlega stoppar hún. Keppnisskapið sé einfaldlega það lítið. Með mörg þúsund manns á hliðarlínunni að hvetja hana áfram að endalínunni þurfti Viktoría því ekki að hvíla sig mikið á leiðinni heldur einfaldlega klárað hlaupið. Hún finni þó fyrir afleiðingunum í dag. „Skrokkurinn er frekar slappur. Ég er að labba úr bakaríinu eins og er og ég var alls ekkert viss um að ég kæmist til baka. Ég er í það minnsta ekki mjög liðug í dag,“ segir Viktoría og bætir við að hún búi í húsi með stigum og kvíði því að þurfa að ganga upp eftir bakarísferðina. Þegar hún hafði heyrt af góðu ástandi söngvarans Jóns Jónssonar eftir hlaupið dró hún það í efa að hann væri yfirhöfuð til, það væri ótrúlegt að vera svo brattur eftir heilt maraþon. Hún getur þó sjálf gengið sátt frá borði, en hún kláraði tíu kílómetra á tímanum 01:10:25.„Hnéð er alveg gjörsamlega farið“Aron eftir hlaupið í gær.InstagramAron Már Ólafsson, sem Íslendingar þekkja betur sem sprelligosann og leikarann Aron Mola, var einn þeirra sem henti sér algjörlega í djúpu laugina og reyndi við hálft maraþon í fyrsta skipti, hvorki meira né minna en 21,1 kílómetra. Í samtali við blaðamann fyrir hlaupið hafði Aron sagt að hann þyrfti að hafa sig allan við til þess að klára vegalengdina, og það reyndist rétt. „Andinn er góður en hnéð er alveg gjörsamlega farið,“ segir Aron aðspurður út í ástandið. Hann hafi verið nokkuð laskaður eftir hlaupið í gær en það sé minna um harðsperrur en hann átti von á. Það hafi þó verið þokkaleg áskorun að koma sér í gegnum þessa vegalengd.Sjá einnig: Samfélagsmiðlastjörnur reyna við hálft maraþon „Fyrstu tíu kílómetrarnir voru allt í lagi, gat hlaupið fyrstu tíu bara easy-peasy. Svo kemur að því að þú stendur hjá Hörpunni og þú átt eftir að hlaupa í Holtagarða og svo aftur til baka og þá fær maður tilfinningu yfir sig sem er bara: „Af hverju gerði ég þetta í fyrsta lagi?“ Það að keyra frá Hörpunni í Holtagarða tekur alveg tíu mínútur. Þetta er bara endalaust,“ segir Aron og má því segja að hann hafi komist í tæri við þennan umtalaða vegg við Hörpu okkar landsmanna. „Svo var það átjándi kílómetrinn, þá byrjaði líkaminn bara að slökkva á sér og þá var það eina sem var eftir að sannfæra sjálfan sig um að halda áfram.“ Eftirminnilegasta augnablik hlaupsins var á lokasprettinum þegar Aron var við það að gefast upp. Hann var kominn aftur til baka að Hörpu þegar hann fer framhjá konu sem segir honum að það séu aðeins 500 metrar eftir í mark. „Þetta var svo ótrúlegt augnablik. Ég er að hlaupa til baka og mér líður svo illa þegar ég sé þessa konu og hún segir mér að ég sé alveg að koma, það séu bara 500 metrar eftir. Ég fór bara að hágráta,“ segir Aron. Þegar konan varð á vegi hans var lagið Dark Fantasy með Kanye West í spilun og þegar hún hafði sleppt orðinu kom hálfgert kvikmyndaaugnablik upp þar sem viðlagið byrjaði. Fyrir áhugasama lesendur sem vilja lifa sig inn í augnablikið má spóla áfram að 3:46 í laginu og heyra hvað tók við fyrir Aron þegar konan hafði klárað að stappa í hann stálinu.Hann kláraði hlaupið með glæsibrag á tímanum 02:31:06 og náði því settu markmiði, að klára hálft maraþon. Hann hljóp til styrktar Barnaspítala hringsins ásamt þeim Böðvari Tandra Reynissyni og Tönju Líf Davíðsdóttur.Hjólaði milli tónleika eftir 42,2 kílómetra Jón ásamt börnum sínum eftir þrekraunina.InstagramHljóðið var furðugott í Jóni Jónssyni þegar blaðamaður náði í hann í dag. Hann var staddur í Elko að versla ryksugu og ekki að heyra að hann hefði verið að hlaupa 42,2 kílómetra í fyrsta skiptið á ævi sinni í gær. „Staðan er fín, ég hjólaði svo mikið. Ég þurfti að peppa mág minn sem var að klára maraþonið sitt og svo hjólaði ég á milli gigga og var líka með eitt gigg í morgun svo maður þurfti að rífa sig í gang. Giggin hjálpa,“ segir Jón brattur í dag. Hann segist vissulega vera með harðsperrur og þær gæti farið að láta finna meira fyrir sér þegar líður á daginn. Hamingjan og gleðin séu þó enn sem komið er yfirsterkari. Jón gerði sér lítið fyrir og kláraði með fimmta besta tíma Íslendinga í maraþoninu í gær, á tímanum 2:54:48. Það var þó engin skyndiákvörðun að reyna við þetta gríðarlanga hlaup heldur hafi sú hugmynd komið til þegar konan hans var við það að eiga dóttur þeirra í vor. „Ég heyrði í Arnari Péturs og fékk prógram og hann peppaði mig algjörlega í gang. Svo fór maður bara að hlaupa fimm sinnum í viku og æfa,“ segir Jón um aðdragandann. Það má því segja að hann sé gott dæmi um að hlauparar, líkt og aðrir, uppskera eins og þeir sá. Heilsa Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Barbora vann maraþonið | Hólmfríður Íslandsmeistari Maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er lokið. 24. ágúst 2019 12:49 Hlauparar leggja undir sig Reykjavík Talsverð truflun verður á bílaumferð vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins. 24. ágúst 2019 10:18 Arnar Íslandsmeistari í maraþoni fjórða árið í röð Maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er lokið. 24. ágúst 2019 11:56 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Það fór varla fram hjá neinum að Reykjavíkurmaraþonið var haldið í gær með tilheyrandi götulokunum og stórgóðri stemningu. Hátt í fimmtán þúsund hlauparar á öllum aldri nýttu tækifærið og þutu um götur miðborgarinnar í litríkum hlaupafatnaði á meðan vegfarendur hvöttu þau til dáða. Á meðal þátttakenda í ár var leikarinn og útvarpsmaðurinn Aron Mola, söngvarinn Jón Jónsson og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir. Ástandið á stjörnuhlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim en öll áttu þau það sameiginlegt að hafa reynt við lengri vegalengdir en áður.Aldrei hlaupið meira en tvo kílómetraÍþróttaundrið Viktoría kláraði hlaupð með glæsibrag.InstagramViktoría Hermannsdóttir, fjölmiðlakona á RÚV, var í hópi þeirra sjö þúsund sem gerðu sér lítið fyrir og hlupu tíu kílómetra. Þrátt fyrir að vera sannfærð um að hún sé enn sem komið er óuppgötvað íþróttaundur, eins og hún orðar það sjálf, hafði Viktoría aldrei reynt við slíka hlaupaáskorun áður. „Ég hef aldrei hlaupið meira en tvo kílómetra um ævina. Ég er agalegur íþróttamaður,“ segir Viktoría sem hljóp til styrktar Jónu Elísabetar Ottesen, vinkonu sinnar sem slasaðist alvarlega í bílslysi fyrr í sumar og sér nú fram á langt og strangt endurhæfingarferli eftir að hafa orðið fyrir mænuskaða.Sjá einnig: Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal „Ég átti barn fyrir tæplega fimm mánuðum og gat varla labbað síðustu mánuðina því ég var með svo mikla grindargliðnun. Ég ætlaði alltaf að fara að æfa almennilega og fór aðeins út að hlaupa en það voru ekki langir túrar,“ segir Viktoría sem bjóst við því að klára hlaupið á tveimur klukkustundum. Hún gerði þó gott betur en það og flaug í mark eftir um það bil sjötíu mínútur. Hún segist ekki hafa þurft að berjast mikið við hausinn á sér í hlaupinu þar sem stuðningur áhorfenda var mikill. Hún sé þannig gerð að ef hún nennir ekki að hlaupa meir, þá einfaldlega stoppar hún. Keppnisskapið sé einfaldlega það lítið. Með mörg þúsund manns á hliðarlínunni að hvetja hana áfram að endalínunni þurfti Viktoría því ekki að hvíla sig mikið á leiðinni heldur einfaldlega klárað hlaupið. Hún finni þó fyrir afleiðingunum í dag. „Skrokkurinn er frekar slappur. Ég er að labba úr bakaríinu eins og er og ég var alls ekkert viss um að ég kæmist til baka. Ég er í það minnsta ekki mjög liðug í dag,“ segir Viktoría og bætir við að hún búi í húsi með stigum og kvíði því að þurfa að ganga upp eftir bakarísferðina. Þegar hún hafði heyrt af góðu ástandi söngvarans Jóns Jónssonar eftir hlaupið dró hún það í efa að hann væri yfirhöfuð til, það væri ótrúlegt að vera svo brattur eftir heilt maraþon. Hún getur þó sjálf gengið sátt frá borði, en hún kláraði tíu kílómetra á tímanum 01:10:25.„Hnéð er alveg gjörsamlega farið“Aron eftir hlaupið í gær.InstagramAron Már Ólafsson, sem Íslendingar þekkja betur sem sprelligosann og leikarann Aron Mola, var einn þeirra sem henti sér algjörlega í djúpu laugina og reyndi við hálft maraþon í fyrsta skipti, hvorki meira né minna en 21,1 kílómetra. Í samtali við blaðamann fyrir hlaupið hafði Aron sagt að hann þyrfti að hafa sig allan við til þess að klára vegalengdina, og það reyndist rétt. „Andinn er góður en hnéð er alveg gjörsamlega farið,“ segir Aron aðspurður út í ástandið. Hann hafi verið nokkuð laskaður eftir hlaupið í gær en það sé minna um harðsperrur en hann átti von á. Það hafi þó verið þokkaleg áskorun að koma sér í gegnum þessa vegalengd.Sjá einnig: Samfélagsmiðlastjörnur reyna við hálft maraþon „Fyrstu tíu kílómetrarnir voru allt í lagi, gat hlaupið fyrstu tíu bara easy-peasy. Svo kemur að því að þú stendur hjá Hörpunni og þú átt eftir að hlaupa í Holtagarða og svo aftur til baka og þá fær maður tilfinningu yfir sig sem er bara: „Af hverju gerði ég þetta í fyrsta lagi?“ Það að keyra frá Hörpunni í Holtagarða tekur alveg tíu mínútur. Þetta er bara endalaust,“ segir Aron og má því segja að hann hafi komist í tæri við þennan umtalaða vegg við Hörpu okkar landsmanna. „Svo var það átjándi kílómetrinn, þá byrjaði líkaminn bara að slökkva á sér og þá var það eina sem var eftir að sannfæra sjálfan sig um að halda áfram.“ Eftirminnilegasta augnablik hlaupsins var á lokasprettinum þegar Aron var við það að gefast upp. Hann var kominn aftur til baka að Hörpu þegar hann fer framhjá konu sem segir honum að það séu aðeins 500 metrar eftir í mark. „Þetta var svo ótrúlegt augnablik. Ég er að hlaupa til baka og mér líður svo illa þegar ég sé þessa konu og hún segir mér að ég sé alveg að koma, það séu bara 500 metrar eftir. Ég fór bara að hágráta,“ segir Aron. Þegar konan varð á vegi hans var lagið Dark Fantasy með Kanye West í spilun og þegar hún hafði sleppt orðinu kom hálfgert kvikmyndaaugnablik upp þar sem viðlagið byrjaði. Fyrir áhugasama lesendur sem vilja lifa sig inn í augnablikið má spóla áfram að 3:46 í laginu og heyra hvað tók við fyrir Aron þegar konan hafði klárað að stappa í hann stálinu.Hann kláraði hlaupið með glæsibrag á tímanum 02:31:06 og náði því settu markmiði, að klára hálft maraþon. Hann hljóp til styrktar Barnaspítala hringsins ásamt þeim Böðvari Tandra Reynissyni og Tönju Líf Davíðsdóttur.Hjólaði milli tónleika eftir 42,2 kílómetra Jón ásamt börnum sínum eftir þrekraunina.InstagramHljóðið var furðugott í Jóni Jónssyni þegar blaðamaður náði í hann í dag. Hann var staddur í Elko að versla ryksugu og ekki að heyra að hann hefði verið að hlaupa 42,2 kílómetra í fyrsta skiptið á ævi sinni í gær. „Staðan er fín, ég hjólaði svo mikið. Ég þurfti að peppa mág minn sem var að klára maraþonið sitt og svo hjólaði ég á milli gigga og var líka með eitt gigg í morgun svo maður þurfti að rífa sig í gang. Giggin hjálpa,“ segir Jón brattur í dag. Hann segist vissulega vera með harðsperrur og þær gæti farið að láta finna meira fyrir sér þegar líður á daginn. Hamingjan og gleðin séu þó enn sem komið er yfirsterkari. Jón gerði sér lítið fyrir og kláraði með fimmta besta tíma Íslendinga í maraþoninu í gær, á tímanum 2:54:48. Það var þó engin skyndiákvörðun að reyna við þetta gríðarlanga hlaup heldur hafi sú hugmynd komið til þegar konan hans var við það að eiga dóttur þeirra í vor. „Ég heyrði í Arnari Péturs og fékk prógram og hann peppaði mig algjörlega í gang. Svo fór maður bara að hlaupa fimm sinnum í viku og æfa,“ segir Jón um aðdragandann. Það má því segja að hann sé gott dæmi um að hlauparar, líkt og aðrir, uppskera eins og þeir sá.
Heilsa Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Barbora vann maraþonið | Hólmfríður Íslandsmeistari Maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er lokið. 24. ágúst 2019 12:49 Hlauparar leggja undir sig Reykjavík Talsverð truflun verður á bílaumferð vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins. 24. ágúst 2019 10:18 Arnar Íslandsmeistari í maraþoni fjórða árið í röð Maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er lokið. 24. ágúst 2019 11:56 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Barbora vann maraþonið | Hólmfríður Íslandsmeistari Maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er lokið. 24. ágúst 2019 12:49
Hlauparar leggja undir sig Reykjavík Talsverð truflun verður á bílaumferð vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins. 24. ágúst 2019 10:18
Arnar Íslandsmeistari í maraþoni fjórða árið í röð Maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er lokið. 24. ágúst 2019 11:56