Auddi „hrikalega spenntur“ fyrir nýjasta verkefninu Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 17:48 Þessi tvö munu sjá um að kynna næstu seríu af Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. Stöð 2 Sjónvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal tekur við nýju hlutverki í vetur þegar hann mun fylla í skarð Evu Laufeyjar Kjaran í þáttunum Allir geta dansað, en Eva Laufey er á leið í hinn heimsþekkta kokkaskóla Le Cordon Bleu í London í haust og mun einnig snúa sér að nýjum og spennandi verkefnum hjá Stöð 2 í framhaldinu. Auddi mun því vera kynnir ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Að sögn Audda var það Sigrún Ósk sem var helsta ástæðan að hann ákvað að slá til og taka þátt í næstu þáttaröð. Hann hafi ekki unnið með henni áður en hún sé að hans sögn einn flottasti sjónvarpsmaður landsins. „Ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég hef ekki verið í beinum útsendingum síðan Ísland Got Talent var í gangi og var farinn að sakna þess, það er öðruvísi stemning í því,“ segir Auddi sem lofar miklu fjöri í seríunni sem mun hefjast á Stöð 2 í lok nóvember. Aðspurður hvort hann hafi ekki íhugað að taka þátt í þáttaröðinni sem keppandi segist hann ekki hafa mikla trú á því að hann næði langt. Hann eigi örfá spor sem myndu ekki koma honum á toppinn. „Ég held að ég sé betri eftir nokkra drykki,“ segir Auddi léttur. View this post on InstagramÞessi tvö kunna ekki að dansa nema eftir nokkra kalda en ætla að kynna Allir geta dansað í haust á @stodtvo @sigrunosk1 #allirgetadansað A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Aug 22, 2019 at 9:29am PDT Allir geta dansað Bíó og sjónvarp Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna. 7. maí 2018 15:00 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal tekur við nýju hlutverki í vetur þegar hann mun fylla í skarð Evu Laufeyjar Kjaran í þáttunum Allir geta dansað, en Eva Laufey er á leið í hinn heimsþekkta kokkaskóla Le Cordon Bleu í London í haust og mun einnig snúa sér að nýjum og spennandi verkefnum hjá Stöð 2 í framhaldinu. Auddi mun því vera kynnir ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Að sögn Audda var það Sigrún Ósk sem var helsta ástæðan að hann ákvað að slá til og taka þátt í næstu þáttaröð. Hann hafi ekki unnið með henni áður en hún sé að hans sögn einn flottasti sjónvarpsmaður landsins. „Ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég hef ekki verið í beinum útsendingum síðan Ísland Got Talent var í gangi og var farinn að sakna þess, það er öðruvísi stemning í því,“ segir Auddi sem lofar miklu fjöri í seríunni sem mun hefjast á Stöð 2 í lok nóvember. Aðspurður hvort hann hafi ekki íhugað að taka þátt í þáttaröðinni sem keppandi segist hann ekki hafa mikla trú á því að hann næði langt. Hann eigi örfá spor sem myndu ekki koma honum á toppinn. „Ég held að ég sé betri eftir nokkra drykki,“ segir Auddi léttur. View this post on InstagramÞessi tvö kunna ekki að dansa nema eftir nokkra kalda en ætla að kynna Allir geta dansað í haust á @stodtvo @sigrunosk1 #allirgetadansað A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Aug 22, 2019 at 9:29am PDT
Allir geta dansað Bíó og sjónvarp Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna. 7. maí 2018 15:00 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sjáðu sigurdans Jóhönnu og Max í Allir geta dansað Jóhanna Guðrún greip um andlit sitt af gleði og Max Petrov fór niður á hnén og steytti hnefanum til himna. 7. maí 2018 15:00