Lítil von til þess að ferðamaðurinn finnist í Þingvallavatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 14:18 Frá leit í Þingvallavatni þann 10. ágúst síðastliðinn. Landsbjörg Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Leit stendur nú yfir að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn fyrir tæpum tveimur vikum. Kafbátur fór niður í vatnið klukkan rúmlega tíu í morgun en báturinn myndar botn vatnsins á því svæði þar sem lögreglan telur líklegast að maðurinn hafi fallið í vatnið. Þar er vatnið allt að 80 metra djúpt og því lítil birta og jafnvel grugg í vatninu. Maðurinn sem talið er að hafi fallið í vatnið heitir Björn Debecker og er tveggja barna faðir frá Leuven í Belgíu. Þann 10. ágúst síðastliðinn fannst mannlaus bátur á floti á vatninu en bakpoki Debecker fannst sama dag í flæðarmálinu. Strax þá hófst leit að manninum en hann var einn á ferð hér á landi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að kafbáturinn komi til baka á milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þá verði skipt um batterí og myndakort í honum. Báturinn fer svo aftur af stað og verður úti í vatninu í aðra fimm klukkutíma. „Hann siglir samkvæmt fyrir fram ákveðnu munstri sem er búið að forrita. Hann skannar botninn með sónarskannar og tekur þar að auki ljósmyndir,“ segir Oddur. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur umsjón með leitinni í dag en auk þeirra eru björgunarsveitarmenn á svæðinu á bát og fulltrúi frá fyrirtækinu Gavia sem á kafbátinn. Oddur segir að báturinn taki á milli 40 og 50 þúsund ljósmyndir. Það geti svo tekið nokkra daga að vinna úr gögnunum. Aðspurður hvort hann sé vongóður um að finna manninn í vatninu svarar Oddur því neitandi. „Ég á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr þessu í dag en ef það er hægt að finna hann þá held ég að þetta sé leiðin,“ segir hann. Bróðir Debecker kom til landsins á dögunum og er farinn aftur út. Oddur segir lögregluna vera í góðu sambandi við hann sem og aðra aðstandendur vegna málsins.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50 Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21 Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Nota neðansjávardróna við leit í Þingvallavatni Björgunarsveitir að störfum við leit að belgískum ferðamanni, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn síðustu helgi, munu beita neðansjávardrónum við leitina í dag 18. ágúst 2019 13:50
Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 16. ágúst 2019 10:21
Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. 16. ágúst 2019 12:25