Hríðlækkandi verðbólga í kortunum Birgir Haraldsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar