Beint af bílaleigunni og upp á bíl Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 11:36 Annað framdekk jepplingsins pikkfestist í afturrúðu fólksbílsins. Erlendur Þorsteinsson Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37
Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17