Helgi Bernódusson lét af störfum eftir 40 ár innan veggja Alþingis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 20:10 Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis. Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis.
Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent