Hvatt til aðgerða vegna horfinna flóttamanna Heimsljós kynnir 30. ágúst 2019 11:00 SÞ Í dag, á alþjóðadegi fórnarlamba mannshvarfa, hvetja Sameinuðu þjóðirnar ríki heims til að grípa til aðgerða vegna horfinna flóttamanna, að þau bregðist skjótt við í leit að horfnum einstaklingum og rannsaki afdrif þeirra. Í tilkynningu frá samtökunum í tilefni dagsins er bent á þá þróun að sífellt hvíli meiri leynd yfir flótta fólks og það fari í lengri og hættulegri ferðir. Þessi þróun auki hættuna á mannréttindabrotum, þar á meðal „þvinguðum“ mannshvörfum. „Ég heiti Maria Elana Lorios. Ég er að leita að syni mínum, Heriberto Antonio Gonzales Larios. Hann var átján ára þegar hann fór, svo hann er 27 ára í dag. Ég kvaddi hann þegar hann fór og síðan hef ég engar fregnir af honum. Nokkrum mánuðum áður en hann hvarf sagði hann mér að hann hygðist fara, en ég reyndi að telja hann ofan af því vegna þess að hann ætti engan ákvörðunarstað vísan. Ég sagði honum það væri ekki góð hugmynd af fara í burtu þar sem aðstæður væru hættulegar á leiðinni.“ „Saga Maríu Elenu er ein af þúsundum frásagna um mannlegan harmleik sem hefur áhrif á þúsundir fjölskyldna flótta- og farandfólks sem hefur horfið,“ segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna. Þeir benda jafnframt sérstaklega á að mannshvörfin tengist oft stöðum þar sem farandfólki er komið fyrir og sé oft afleiðing smygls eða mansals. Því þurfi að leggja áherslu á að auka forvarnir, vernd, leit og rannsóknir á þessum mannshvörfum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent
Í dag, á alþjóðadegi fórnarlamba mannshvarfa, hvetja Sameinuðu þjóðirnar ríki heims til að grípa til aðgerða vegna horfinna flóttamanna, að þau bregðist skjótt við í leit að horfnum einstaklingum og rannsaki afdrif þeirra. Í tilkynningu frá samtökunum í tilefni dagsins er bent á þá þróun að sífellt hvíli meiri leynd yfir flótta fólks og það fari í lengri og hættulegri ferðir. Þessi þróun auki hættuna á mannréttindabrotum, þar á meðal „þvinguðum“ mannshvörfum. „Ég heiti Maria Elana Lorios. Ég er að leita að syni mínum, Heriberto Antonio Gonzales Larios. Hann var átján ára þegar hann fór, svo hann er 27 ára í dag. Ég kvaddi hann þegar hann fór og síðan hef ég engar fregnir af honum. Nokkrum mánuðum áður en hann hvarf sagði hann mér að hann hygðist fara, en ég reyndi að telja hann ofan af því vegna þess að hann ætti engan ákvörðunarstað vísan. Ég sagði honum það væri ekki góð hugmynd af fara í burtu þar sem aðstæður væru hættulegar á leiðinni.“ „Saga Maríu Elenu er ein af þúsundum frásagna um mannlegan harmleik sem hefur áhrif á þúsundir fjölskyldna flótta- og farandfólks sem hefur horfið,“ segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna. Þeir benda jafnframt sérstaklega á að mannshvörfin tengist oft stöðum þar sem farandfólki er komið fyrir og sé oft afleiðing smygls eða mansals. Því þurfi að leggja áherslu á að auka forvarnir, vernd, leit og rannsóknir á þessum mannshvörfum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent