Hann gerði það líka eftir bardagann gegn Conor McGregor og þá til þess að lúskra á félögum McGregor. Þá aðallega á Dillon Danis.
Rússinn fékk háa sekt og níu mánaða keppnisbann fyrir þá uppákomu. Því skildi enginn hvað hann var að hugsa núna.
MADNESS @TeamKhabibpic.twitter.com/76d5GUt2xZ
— Dana White (@danawhite) September 7, 2019
Þá kom í ljós að hann var að grínast og stökk beint í faðm forseta UFC, Dana White, sem var mikið létt er hann sá að Khabib var ekki með neitt vesen.
Í kjölfarið fór Khabib að faðma vini sína. Hann er enn ósigraður eftir að hafa pakkað Poirier saman í bardaganum.