Borgirnar sex eru Denver, Seattle, Portland, Orlando, Chicago og New York og má því segja að Rikki hafi verið að upplifa nýjan heim á skömmum tíma, enda hafði hann aldrei farið til Bandaríkjanna og hingað til haldið sig við Köben og Tenerife.
Í þættinum í gærkvöldi fór Rikki til Chicago og fór meðal annars á rúntinn á Nascar-braut og fór á yfir fjögur hundruð kílómetra hraða sem farþegi í bifreiðinni. Rikki segist aldrei hafa verið eins hræddur á lífsleiðinni.
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Nú er aðeins ein borg og það er New York en hann fer þangað næsta sunnudag.