Búkmyndavélar lögreglu séu til bóta við rannsókn mála Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2019 08:15 Sebastian Kunz er réttarmeinafræðingur. Hluti af starfi hans er að meta ákverka eftir átök. Fréttablaðið/Valli Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15