Vilja gera betur fyrir þá sem syrgja ástvini sína Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2019 08:15 Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvarinnar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. Mynd/Ína Ólöf Sigurðardóttir Á fimmtudag verður opnuð Sorgarmiðstöð sem ætlað er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg. Um er að ræða regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Stofnendur Sorgarmiðstöðvar eru félögin Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. „Árið 2017 voru samtökin Ný dögun þrjátíu ára og af því tilefni héldum við vinnufund með hópi fólks sem kemur að stuðningi við syrgjendur. Þarna komu saman fagaðilar úr heilbrigðiskerfinu, ýmsir úr grasrótinni, frá kirkjunni, lögreglunni og margir fleiri. Við unnum með spurninguna: Hvað getum við gert betur fyrir syrgjendur á Íslandi?“ segir Hulda Guðmundsdóttir, formaður Sorgarmiðstöðvar. „Fundurinn skilaði þeirri eindregnu niðurstöðu að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur. Hún væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp sorgarmiðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. Eins þyrfti að efla fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu,“ bætir Hulda við. Að vinnufundinum loknum var ákveðið að vinna áfram með niðurstöður fundarins og rúmu ári síðar undirrituðu félögin fjögur viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar sem verður opnuð á fimmtudaginn. Hlutverk Sorgarmiðstöðvar er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg ásamt því að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu. „Markmiðið er að bæta félagslega virkni syrgjenda og minnka líkur á heilsubresti þeirra við áföllin,“ segir Hulda. „Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum og flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda,“ segir hún. Hulda er fyrrverandi formaður samtakanna Ný dögun, og hefur unnið með samtökunum í áraraðir. Tilgangur Nýrrar dögunar er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra og þekkir Hulda því vel til sorgarúrvinnslu og mikilvægi þess að takast á við þau áföll sem fólk verður fyrir í lífinu. Hún segir mikla þörf á opnari umræðu um dauðann og að Sorgarmiðstöð muni veita þeim sem misst hafa ástvin upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. „Sorgarmiðstöð er fyrir alla sem hafa misst og syrgja og henni er ætlað að halda utan um upplýsingar fyrir syrgjendur. Til dæmis hvert viðkomandi getur leitað eftir frekari stuðningi í sinni sorg og miðað við aðstæður, svo sem ef viðkomandi missir barn, maka eða systkini,“ segir Hulda. „Sorgarmiðstöð vill vera vettvangur sem upplýsir nærsamfélagið um sorg og sorgarviðbrögð og hjálpa því að tala um dauðann, skilja að hann er hluti af lífinu og alls ekki alltaf óvinur,“ segir Hulda. Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu á gamla Sankti Jósefsspítalanum í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan átta og eru allir velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Á fimmtudag verður opnuð Sorgarmiðstöð sem ætlað er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg. Um er að ræða regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Stofnendur Sorgarmiðstöðvar eru félögin Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. „Árið 2017 voru samtökin Ný dögun þrjátíu ára og af því tilefni héldum við vinnufund með hópi fólks sem kemur að stuðningi við syrgjendur. Þarna komu saman fagaðilar úr heilbrigðiskerfinu, ýmsir úr grasrótinni, frá kirkjunni, lögreglunni og margir fleiri. Við unnum með spurninguna: Hvað getum við gert betur fyrir syrgjendur á Íslandi?“ segir Hulda Guðmundsdóttir, formaður Sorgarmiðstöðvar. „Fundurinn skilaði þeirri eindregnu niðurstöðu að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur. Hún væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp sorgarmiðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. Eins þyrfti að efla fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu,“ bætir Hulda við. Að vinnufundinum loknum var ákveðið að vinna áfram með niðurstöður fundarins og rúmu ári síðar undirrituðu félögin fjögur viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar sem verður opnuð á fimmtudaginn. Hlutverk Sorgarmiðstöðvar er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg ásamt því að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu. „Markmiðið er að bæta félagslega virkni syrgjenda og minnka líkur á heilsubresti þeirra við áföllin,“ segir Hulda. „Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum og flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda,“ segir hún. Hulda er fyrrverandi formaður samtakanna Ný dögun, og hefur unnið með samtökunum í áraraðir. Tilgangur Nýrrar dögunar er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra og þekkir Hulda því vel til sorgarúrvinnslu og mikilvægi þess að takast á við þau áföll sem fólk verður fyrir í lífinu. Hún segir mikla þörf á opnari umræðu um dauðann og að Sorgarmiðstöð muni veita þeim sem misst hafa ástvin upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. „Sorgarmiðstöð er fyrir alla sem hafa misst og syrgja og henni er ætlað að halda utan um upplýsingar fyrir syrgjendur. Til dæmis hvert viðkomandi getur leitað eftir frekari stuðningi í sinni sorg og miðað við aðstæður, svo sem ef viðkomandi missir barn, maka eða systkini,“ segir Hulda. „Sorgarmiðstöð vill vera vettvangur sem upplýsir nærsamfélagið um sorg og sorgarviðbrögð og hjálpa því að tala um dauðann, skilja að hann er hluti af lífinu og alls ekki alltaf óvinur,“ segir Hulda. Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu á gamla Sankti Jósefsspítalanum í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan átta og eru allir velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira