Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 22:17 Vísir/Vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í kvöld. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Þar segir að óánægja þessi sé meðal annars komin til vegna fatamála lögregluþjóna, sem hafi verið í ólestri, en einnig vegna annarra mála eins og bílamála. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Það verður gert um áramótin og mikill ólestur í rekstri Bílamiðstöðvarinnar þótti ástæða til að grípa til úttektar.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð„Ljóst er að lögregluembætti hafa þurft að greiða háar fjárhæðir til bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegna ökutækja lögreglu, þrátt fyrir að þau séu jafnvel úr sér gengin, sbr. fréttir undanfarna daga,“ segir í yfirlýsingunni. „Einnig hafa málefni sérsveitar ríkislögreglustjóra verið til umfjöllunar og styður stjórn Landssambands lögreglumanna erindi þeirra sérsveitarmanna sem sent var dómsmálaráðuneyti til umfjöllunar.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna segist telja að „fái sá ágreiningur og sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra ekki skjóta úrlausn, muni það bitna á þjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand er til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu, sem lengi hefur haldist gott og dapurt væri að glata“. Lögreglan Tengdar fréttir Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Dæmi eru um að embætti Ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. 6. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í kvöld. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Þar segir að óánægja þessi sé meðal annars komin til vegna fatamála lögregluþjóna, sem hafi verið í ólestri, en einnig vegna annarra mála eins og bílamála. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Það verður gert um áramótin og mikill ólestur í rekstri Bílamiðstöðvarinnar þótti ástæða til að grípa til úttektar.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð„Ljóst er að lögregluembætti hafa þurft að greiða háar fjárhæðir til bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegna ökutækja lögreglu, þrátt fyrir að þau séu jafnvel úr sér gengin, sbr. fréttir undanfarna daga,“ segir í yfirlýsingunni. „Einnig hafa málefni sérsveitar ríkislögreglustjóra verið til umfjöllunar og styður stjórn Landssambands lögreglumanna erindi þeirra sérsveitarmanna sem sent var dómsmálaráðuneyti til umfjöllunar.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna segist telja að „fái sá ágreiningur og sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra ekki skjóta úrlausn, muni það bitna á þjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand er til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu, sem lengi hefur haldist gott og dapurt væri að glata“.
Lögreglan Tengdar fréttir Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Dæmi eru um að embætti Ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. 6. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Dæmi eru um að embætti Ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. 6. júní 2019 18:30
Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36