Haldnar eru flugslysaæfingar á flugvöllum landsins á vegum ISAVIA.facebook/skjáskot
Í dag er haldin flugslysaæfing á Hornafjarðarflugvelli. Æfingin er nú langt komin og hefur gengið vel það sem af er. Æfingin hófst klukkan níu í morgun og er gert ráð fyrir að henni muni ljúka klukkan 16.
Flugslysaæfingin gekk vel.vísir/jóhannViðbragðsaðilar á austanverðu Suðurlandi voru kallaðir til í morgun vegna æfingarinnar á Höfn. Æfingin er haldin á vegum ISAVIA og eru sambærilegar æfingar haldnar reglulega á flugvöllum landsins. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook.
Aðgerðarstjórn almannavarna var virkjuð og samhæfingarstöðin í Skógarhlíð mönnuð vegna „slyssins.“
„Samkvæmt æfingaplaninu hlekktist vél með samtals 42 um borð á í lendingu á vellinum. Slys af þeirri stærðargráðu myndi kalla á gríðarlegt viðbragð alls staðar á landinu,“ stendur í færslunni.