Ætla að taka á ósjálfbærri beit vegna lausagöngu Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2019 07:30 Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. Fréttablaðið/Vilhelm Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira