Óskar eftir því að Katrín og Guðlaugur komi fyrir nefndina sem fyrst: „Vont að upplifa að við vorum ekki tilbúin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 17:25 Þorgerður Katrín hefur óskað eftir upplýsingum um stöðuna í öryggis- og varnarmálum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58