Heimsþekktur leikari á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2019 15:30 John Hawkes í Winter´s Bone Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira