Þar fengu áhorfendur að kynnast íbúum, kíkja í heimsókn og sjá hvernig fjölmargir Íslendingar eru búnir að koma sér fyrir í þessari paradís á Laugarvatni.
Yndislegir nágrannar, veðrið og friðsældin segja íbúar um upplifun sína af hverfinu. Í hverfinu eru yfir tvö hundruð hjólhýsi.
„Þetta er búið að vera hérna í yfir fjörutíu ár og er búið að stækka upp í það að hér eru tæplega tvö hundruð stæði,“ segir Gísli Valdimarsson, framkvæmdastjóri.
Hann segir að nálægðin við nágrannann þarna sé mun meiri og það sé munurinn á þessu hverfi og hefðbundnu sumarbústaðarhverfi.
Steinar Helgason segir að það besta við hverfið sé friðsældin og góðir nágrannar.
„Það er frábært fólk hérna í kringum okkur.“
Allir íbúarnir voru sammála um það að veðrið á svæðinu yfir sumartímann væri helsta ástæðan fyrir því að fólk kýs að dvelja á svæðinu yfir sumarið. Einnig töluðu íbúarnir mikið um kostnaðinn og segja þeir að það sé miklu ódýrara að vera í hverfinu heldur en að reka sumarbústað.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.