Búist við miklum umferðartöfum vegna komu varaforsetans Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 17:40 Heimsókn Mike Pence mun hafa mikil áhrif á umferð í höfuðborginni á morgun, sérstaklega í kringum Höfða. Vísir/Vilhelm Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37
Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47
Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07
Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23
Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47