Árásarmaðurinn í Texas var nýbúinn að hringja í FBI Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 12:11 Lögregluþjónar að störfum í Texas. AP/Sue Ogrocki Áður en Seth Aaron Ator skaut sjö manns til bana og særði 22 í Odessa í Texas um helgina, hringdi hann bæði í Neyðarlínuna og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Þar ræddi hann með sundurlausum hætti þau grimmdarverk sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Það gerði hann skömmu eftir að honum hafði verið sagt upp en hann ýjaði ekki að því að hann ætlaði að brjóta af sér með nokkrum hætti. Um fimmtán mínútum eftir að hann skellti á Alríkislögregluna reyndi lögregluþjónn að stöðva hann fyrir að hafa ekki notað stefnuljós. Í stað þess að stöðva hóf Ator skothríð úr hálfsjálfvirkum riffli og lögreglubílinn og særði einn lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Hann hringdi þar að auki í Neyðarlínuna á meðan á árás hans stóð.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinnChristopher Combs, frá FBI, segir ódæði Ator eiga langan aðdraganda og andlegu ástandi hans hafi farið hrakandi. Combs sagðist þó ekki vita hvort hann hafi átt við geðræn vandræði að stríða.Í samtali við AP fréttaveituna segir nágranni Ator að fólk hafi verið hrætt við hann. Hann hafi verið ofbeldishneigður og árásargjarn. Þar að auki hafi hann sífellt verið að skjóta á dýr í hverfinu, aðallega kanínur, og það hafi hann gert á öllum tímum sólarhringsins.„Við vorum hrædd við hann því maður gat séð á honum hvernig manneskja hann var. Hann var ekki indæll. Hann var ekki vinalegur. Hann var ekki kurteis,“ segir Rocio Gutierrez. Ekki liggur fyrir hvernig Ator varð sér út um byssuna sem hann notaðist við en yfirvöld hafa sagt að hann hafi ekki staðist bakgrunnsskoðun við byssukaup. Þó er ekki vitað hvenær það var. Vinur fjölskyldu Ator, sem New York Times ræddi við, segir hann hafa lengi átt við geðræn vandamál að stríða, hann hafi lengi verið á kant við laganna verði og hann hefði aldrei átt að hafa aðgang að byssum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Áður en Seth Aaron Ator skaut sjö manns til bana og særði 22 í Odessa í Texas um helgina, hringdi hann bæði í Neyðarlínuna og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Þar ræddi hann með sundurlausum hætti þau grimmdarverk sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Það gerði hann skömmu eftir að honum hafði verið sagt upp en hann ýjaði ekki að því að hann ætlaði að brjóta af sér með nokkrum hætti. Um fimmtán mínútum eftir að hann skellti á Alríkislögregluna reyndi lögregluþjónn að stöðva hann fyrir að hafa ekki notað stefnuljós. Í stað þess að stöðva hóf Ator skothríð úr hálfsjálfvirkum riffli og lögreglubílinn og særði einn lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Hann hringdi þar að auki í Neyðarlínuna á meðan á árás hans stóð.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinnChristopher Combs, frá FBI, segir ódæði Ator eiga langan aðdraganda og andlegu ástandi hans hafi farið hrakandi. Combs sagðist þó ekki vita hvort hann hafi átt við geðræn vandræði að stríða.Í samtali við AP fréttaveituna segir nágranni Ator að fólk hafi verið hrætt við hann. Hann hafi verið ofbeldishneigður og árásargjarn. Þar að auki hafi hann sífellt verið að skjóta á dýr í hverfinu, aðallega kanínur, og það hafi hann gert á öllum tímum sólarhringsins.„Við vorum hrædd við hann því maður gat séð á honum hvernig manneskja hann var. Hann var ekki indæll. Hann var ekki vinalegur. Hann var ekki kurteis,“ segir Rocio Gutierrez. Ekki liggur fyrir hvernig Ator varð sér út um byssuna sem hann notaðist við en yfirvöld hafa sagt að hann hafi ekki staðist bakgrunnsskoðun við byssukaup. Þó er ekki vitað hvenær það var. Vinur fjölskyldu Ator, sem New York Times ræddi við, segir hann hafa lengi átt við geðræn vandamál að stríða, hann hafi lengi verið á kant við laganna verði og hann hefði aldrei átt að hafa aðgang að byssum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25
Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30