Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2019 12:00 Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019. Sorpa Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum. Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Stjórnendum Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. Stjórn Sorpu ákvað í gær að gera breytingar fjárestingaráætlun byggðasamlagsins til næstu fjögurrar ára vegna viðbótarkostnaðar við tvö verkefni á vegum þess.Sjá einnig: Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Annars vegar vegna viðbótarkostnaði við gas-og jarðagerðarstöð Sorpu uppá 637 milljónir króna, þar gleymdist að gera ráð fyrir verðbótum og hins vegar vegna 719 milljóna króna kostnaðar vegna tækjabúnaðar í stækkað móttökustöð Sorpu í Gufunesi sem láðist að færa inn í fjárfestingaráætlun. Björn Halldórsson segir það óskiljanlegt.Björn H. Halldórsson framkvæmdarstjóri Sorpu segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur.„Í fyrsta lagi magntölur við bygginguna eru aðeins meiri en ráð var fyrir gert og svo láðist að gera ráð fyrir verðbótum í áætlun og síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá láðist að færa milli áætlanna áætlaðan kostnað vegna kaupa á tækjum hér í Gufunesi,“ segir Björn: Aðspurður um hver beri ábyrgð á mistökunum svarar Björn því að ábyrgðin liggi hjá stjórnendum Sorpu. „Þetta eru náttúrulega bara mjög óheppilegt og leið mistök. Við þurfum að laga okkar verklag svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Ákvörðunin stjórnar Sorpu fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn sagði á Facebook í morgun að við þessu þurfi að bregðast og sveitarfélögin fái nú háan bakreikning. Björn Halldórsson segir búið að ræða við lánastofnanir um skuldbreytingu lána, lengingu þeirra og ný lán. „Eins og verkefnið er sett upp núna þá á ekki að þurfa að koma til neinna aukaframlaga frá sveitarfélögunum.. Sorpa er stöndugt fyrirtæki og það ekki á að þurfa að koma til þess,“ segir Björn að lokum.
Reykjavík Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00
Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45