Sigursteinn segir markmiðið að berjast um titla og Ágúst býst ekki við þriggja hesta hlaupi Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2019 20:00 FH er spáð gullinu í Olís-deild karla á meðan Íslandsmeistarar Vals eru taldir líklegar til að verja titilinn í kvennaflokki. Þetta var kunngjört á árlegum fundi fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna sem fór fram á Grand Hótel í dag. „Ég veit ekki hvað ég á að segja við því,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er hann var aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að FH væri spáð gullinu. „Við bjuggum okkur undir allt í þeim efnum og gaman að handboltaumhverfið hafi gaman að því sem við erum að gera.“ „Það sem mestu máli skiptir er þó að við höfum trú á því sem við erum að gera og þá á þetta að vera orðið góður vetur.“ Sigursteinn tók við liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni í sumar og er nú er strax kominn pressa á hann. „Er ekki gaman af pressunni? Við viljum vera í því að keppa um eitthvað og það hefur alltaf verið stefnan í Kaplakrika. Það verður það áfram.“Klippa: Bikarmeisturum FH er spáð efsta sæti Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sagði að stefnt væri á stóra hluti á Hlíðarenda í vetur, líkt og áður. „Við erum með frábært lið þó við höfum misst mikið af leikmönnum. Við erum með yngri breidd í ár og erum spennt fyrir tímabilinu,“ sagði Ágúst. En væru það vonbrigði ef Valur tæki ekki titilinn? „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Við ætlum okkur stóra hluti. Við erum að berjast við góð lið eins og Fram sem hefur fengið nóg af leikmönnum og er feyki vel mannað.“ „Svo er önnur lið eins og ÍBV sem er búið að fjóra útlendinga. Þetta verður hörkubarátta. Lið eins og HK hefur verið að spila vel. Afturelding hefur bætt við sig og Stjarnan er með reynslu. Haukar eiga eftir að sækja í sig verðið svo þetta verður hörkumót,“ sagði Íslandsmeistarinn Ágúst. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
FH er spáð gullinu í Olís-deild karla á meðan Íslandsmeistarar Vals eru taldir líklegar til að verja titilinn í kvennaflokki. Þetta var kunngjört á árlegum fundi fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna sem fór fram á Grand Hótel í dag. „Ég veit ekki hvað ég á að segja við því,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er hann var aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að FH væri spáð gullinu. „Við bjuggum okkur undir allt í þeim efnum og gaman að handboltaumhverfið hafi gaman að því sem við erum að gera.“ „Það sem mestu máli skiptir er þó að við höfum trú á því sem við erum að gera og þá á þetta að vera orðið góður vetur.“ Sigursteinn tók við liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni í sumar og er nú er strax kominn pressa á hann. „Er ekki gaman af pressunni? Við viljum vera í því að keppa um eitthvað og það hefur alltaf verið stefnan í Kaplakrika. Það verður það áfram.“Klippa: Bikarmeisturum FH er spáð efsta sæti Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sagði að stefnt væri á stóra hluti á Hlíðarenda í vetur, líkt og áður. „Við erum með frábært lið þó við höfum misst mikið af leikmönnum. Við erum með yngri breidd í ár og erum spennt fyrir tímabilinu,“ sagði Ágúst. En væru það vonbrigði ef Valur tæki ekki titilinn? „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Við ætlum okkur stóra hluti. Við erum að berjast við góð lið eins og Fram sem hefur fengið nóg af leikmönnum og er feyki vel mannað.“ „Svo er önnur lið eins og ÍBV sem er búið að fjóra útlendinga. Þetta verður hörkubarátta. Lið eins og HK hefur verið að spila vel. Afturelding hefur bætt við sig og Stjarnan er með reynslu. Haukar eiga eftir að sækja í sig verðið svo þetta verður hörkumót,“ sagði Íslandsmeistarinn Ágúst.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira