Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2019 13:33 Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. Jón, sem er formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Hanna sem er meðlimur nefndarinnar voru á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag. Voru þar rætt málefni innanlandsflugfélaga. Fyrr í þættinum hafði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect sagt að stjórnvöld þyrftu að grípa í taumana ellegar þyrfti að skerða þjónustu við farþega. Umræður snerust eins og áður segir að málefnum innanlandsflugfélaganna og hvernig hægt er að komast til móts við félögin og farþega. Bæði voru Jón og Hanna sammála um að staða innanlandsflugs á Íslandi væri alvarlegt.Kolefnisspor í flugi lægra en í akstri „Ef þjónustan er skert verulega þá verður til þessi spírall. Þjónustustigið lækkar og þar með minnkar eftirspurnin, staðan er að þessu leyti mjög alvarleg. Það þrengir alls staðar að í þessum rekstri,“ segir Jón og bætir við að samkvæmt mótaðri stefnu Alþingis væri innanlandsflug hluti af almenningssamgöngum sem væru allar niðurgreiddar. Tók Jón sem dæmi að ef ekki væri niðurgreitt í Strætisvagnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu mætti búast við því að miðaverð hækkaði úr 490kr upp í 1790kr. Mikilvægt sé að bregðast við stöðu flugfélaganna á víðtækum grunni. Horfa þurfi á leiðir til þess að draga úr rekstrarkostnaði auk þess að hvetja þurfi fólk, sér í lagi á landsbyggðinni, til þess að nýta sér innanlandsflug í meira mæli. Jón segir þá einnig að ekki þurfi að koma til mikill stuðningur úr ríkissjóði í formi beinna gjalda. „Við þurfum fyrst og fremst að horfa til þeirra gjalda sem hafa verið lögð á þennan rekstur á síðustu árum. Til dæmis virðisaukaskattur á flugvélaeldsneyti,“ segir Jón og segir að virðisaukaskattur á eldsneytið kosti flugfélagið Erni rúmar 30 milljónir króna á ári. Spurður út í umhverfisáhrif og þann tíðaranda að vinsælla yrði jafnvel að hækka skatta á mengunarvalda svo sem eldsneyti segir Jón það hagkvæmara að fljúga þessar vegalengdir en að keyra. „Þá ber að horfa til þess að það er viðurkennt að kolefnisspor þeirra sem fljúga er miklu lægra en að keyra í bíl þessa vegalengd. Af því leyti, út frá loftslagsmarkmiðum, er mikilvægt og hagkvæmt að við hvetjum eins mikið til notkunar á innanlandsflugi og hægt er,“ segir Jón.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmHanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og meðlimur Samgöngunefndar Alþingis segir að umræðan sé mikilvægt en telur að lausnirnar séu ekki jafn borðleggjandi og aðrir haldi. Hanna segir mikilvægt sé að fólk skilji af hverju vandinn sé kominn. Erlendum ferðamönnum hafi fækkað í innanlandsflugi, ekki þurfi djúpan skilning á málaflokknum til að sjá að þar sé eitthvað að. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu séu ekki fýsilegar. Tengingu við innanlandsflugið vanti í samgöngur á svæðinu. Ekki náist kjörstaða í málinu fyrr en innanlandsflugmiðstöðin og millilanda flug verði komið á sama stað. Með því verði auðveldara fyrir erlenda farþega að nýta sér innanlandsflugið. Þá minntist Hanna á ákvörðun stjórnvalda fyrr á árinu þegar ríkisstyrkur á flugleiðir voru felldir niður. „Rökin voru þau að það væri ótækt að ríkið væri að niðurgreiða tvennskonar samgöngur á sömu leið. Þá vaknar spurningin, ef þessi áform um niðurgreiðslu á innanlandsflugi ganga í gegn, eru menn þá að draga úr niðurgreiðslu á öðrum almenningssamgöngum eða vegakerfinu?“ segir Hanna. Jón segir að slíkt sé ekki áformað og engar tillögur í þeim efnum séu komnar fram, skýrsla um málið hafi fengið hörð viðbrögð frá þingmönnum.Heyra má allt viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Hönnu og Jón á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan. Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. Jón, sem er formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Hanna sem er meðlimur nefndarinnar voru á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag. Voru þar rætt málefni innanlandsflugfélaga. Fyrr í þættinum hafði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect sagt að stjórnvöld þyrftu að grípa í taumana ellegar þyrfti að skerða þjónustu við farþega. Umræður snerust eins og áður segir að málefnum innanlandsflugfélaganna og hvernig hægt er að komast til móts við félögin og farþega. Bæði voru Jón og Hanna sammála um að staða innanlandsflugs á Íslandi væri alvarlegt.Kolefnisspor í flugi lægra en í akstri „Ef þjónustan er skert verulega þá verður til þessi spírall. Þjónustustigið lækkar og þar með minnkar eftirspurnin, staðan er að þessu leyti mjög alvarleg. Það þrengir alls staðar að í þessum rekstri,“ segir Jón og bætir við að samkvæmt mótaðri stefnu Alþingis væri innanlandsflug hluti af almenningssamgöngum sem væru allar niðurgreiddar. Tók Jón sem dæmi að ef ekki væri niðurgreitt í Strætisvagnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu mætti búast við því að miðaverð hækkaði úr 490kr upp í 1790kr. Mikilvægt sé að bregðast við stöðu flugfélaganna á víðtækum grunni. Horfa þurfi á leiðir til þess að draga úr rekstrarkostnaði auk þess að hvetja þurfi fólk, sér í lagi á landsbyggðinni, til þess að nýta sér innanlandsflug í meira mæli. Jón segir þá einnig að ekki þurfi að koma til mikill stuðningur úr ríkissjóði í formi beinna gjalda. „Við þurfum fyrst og fremst að horfa til þeirra gjalda sem hafa verið lögð á þennan rekstur á síðustu árum. Til dæmis virðisaukaskattur á flugvélaeldsneyti,“ segir Jón og segir að virðisaukaskattur á eldsneytið kosti flugfélagið Erni rúmar 30 milljónir króna á ári. Spurður út í umhverfisáhrif og þann tíðaranda að vinsælla yrði jafnvel að hækka skatta á mengunarvalda svo sem eldsneyti segir Jón það hagkvæmara að fljúga þessar vegalengdir en að keyra. „Þá ber að horfa til þess að það er viðurkennt að kolefnisspor þeirra sem fljúga er miklu lægra en að keyra í bíl þessa vegalengd. Af því leyti, út frá loftslagsmarkmiðum, er mikilvægt og hagkvæmt að við hvetjum eins mikið til notkunar á innanlandsflugi og hægt er,“ segir Jón.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmHanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og meðlimur Samgöngunefndar Alþingis segir að umræðan sé mikilvægt en telur að lausnirnar séu ekki jafn borðleggjandi og aðrir haldi. Hanna segir mikilvægt sé að fólk skilji af hverju vandinn sé kominn. Erlendum ferðamönnum hafi fækkað í innanlandsflugi, ekki þurfi djúpan skilning á málaflokknum til að sjá að þar sé eitthvað að. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu séu ekki fýsilegar. Tengingu við innanlandsflugið vanti í samgöngur á svæðinu. Ekki náist kjörstaða í málinu fyrr en innanlandsflugmiðstöðin og millilanda flug verði komið á sama stað. Með því verði auðveldara fyrir erlenda farþega að nýta sér innanlandsflugið. Þá minntist Hanna á ákvörðun stjórnvalda fyrr á árinu þegar ríkisstyrkur á flugleiðir voru felldir niður. „Rökin voru þau að það væri ótækt að ríkið væri að niðurgreiða tvennskonar samgöngur á sömu leið. Þá vaknar spurningin, ef þessi áform um niðurgreiðslu á innanlandsflugi ganga í gegn, eru menn þá að draga úr niðurgreiðslu á öðrum almenningssamgöngum eða vegakerfinu?“ segir Hanna. Jón segir að slíkt sé ekki áformað og engar tillögur í þeim efnum séu komnar fram, skýrsla um málið hafi fengið hörð viðbrögð frá þingmönnum.Heyra má allt viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Hönnu og Jón á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira