Menning

Ban­ksy tók málin í sínar hendur og sýndi á Fen­eyja­tví­æringnum án leyfis

Sylvía Hall skrifar
Vegfarendur virtust hrifnir af verkinu.
Vegfarendur virtust hrifnir af verkinu. Vísir/Getty

Breski götulistamaðurinn Banksy furðaði sig á því að honum hafði aldrei verið boðið að sýna á Feneyjatvíæringnum. Hann lét það ekki stoppa sig í ár heldur setti hann sjálfur upp verk í borginni fyrir gesti og gangandi og fylgdist svo með viðbrögðum fólks.



Yfir hálf milljón sækir Feneyjatvíæringinn og er hátíðin talin ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Banksy er löngu orðinn eitt þekktasta nafn nútímalistar og hafa verk hans sífellt vakið athygli um allan heim fyrir sterkar ádeilur á mörg vandamál sem nútímasamfélög þurfa að glíma við. Mashable vakti athygli á uppátæki Banksy á Twitter í dag.



Verkið sem Banksy ákvað að sýna var samansafn málverka sem raðað var saman og mynduðu þannig stærri mynd af skemmtiferðaskipi sem siglir um borgina. Verkið er sagt vera mótmæli gegn umferð stærri skemmtiferðaskipa og mengun þeirra en við hlið verksins var skilti sem á stóð: „Feneyjar í olíu“. Í ágúst var umferð stærri skemmtiferðaskipa bönnuð á vissum stöðum í Feneyjum eftir óhapp sem varð. 



Þrátt fyrir að lögregla hafi á endanum látið taka niður verkið vegna leyfisleysis listamannsins virtust vegfarendur vera hrifnir af framlagi listamannsins. Í myndbandi sem hann birti sjálfur á Instagram sjást gestir virða fyrir sér verkið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.