Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 15:49 Upplitið á Trudeau var ekki djarft þegar hann ræddi við fréttamenn um myndirnar af honum máluðum svartur í framan. AP/Sean Kilpatrick Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið. Kanada Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið.
Kanada Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira