Lífið

Safna heimildum fyrir mynd um Jóhann Jóhannsson sem hefði orðið fimmtugur í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann fannst látin á heimili sínu í Berlín þann 9. febrúar 2018.
Jóhann fannst látin á heimili sínu í Berlín þann 9. febrúar 2018.
Í dag, 19. september 2019, hefði tónskáldið Jóhann Jóhannsson orðið fimmtugur.

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures undirbýr nú heimildarmynd í fullri lengd um Jóhann undir vinnuheitinu 123 Forever: Jóhann Jóhannsson.

Höfundar og leikstjórar myndarinnar eru Kira Kira, Orri Jónsson og Davíð Hörgdal Stefánsson og er myndin gerð í fullu samráði við fjölskyldu, vini og samstarfsfélaga Jóhanns.

Ferill Jóhanns var langur og einstakur, bæði í eigin tónlistarsköpun, kvikmyndagerð og ótal samstarfsverkefnum um allan heim.

„Það er ætlun okkar að gera ferli hans ítarleg og metnaðarfull skil og varpa skapandi ljósi á vinnubrögð og heimspeki þessa magnaða listamanns. Umfangsmikil heimildasöfnun stendur nú yfir og öllum ábendingum um efni er vísað til 123forever@jmp.is,“ segir í tilkynningu frá framleiðendum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.